Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1962, Qupperneq 23

Kirkjuritið - 01.11.1962, Qupperneq 23
KIRKJURITIÐ 405 Jóhannes páfi hefur manna niest skilyrði til að vita þetta. Hann á langa starfssögu að baki sem sendimaður páfastólsins, hæði í Austur-Evrópu og í Frakklandi. Hann gjörþekkir því ástandið í grísk-kaþólsku kirkjunni og meðal mótmælenda auk sinnar eigin kirkjudeildar. Veit hvar skórinn kreppir og við hvað er að glíma. Það er því eðlilegt, að hann skyldi láta það verða eitt sitt fyrsta verk að kveðja saman kirkjuþingið, sem hófst í Róm 11. f. m. Það er fjölmennasta kirkjuþing, sem haldið hefur verið. Og það er í fyrsta skipti, sem fulltrúar annarra kirkjudeilda sitja slíkt þing — sem álieyrnarfulltrúar. Á kirkjuþinginu 1870 var samþykkt trúarsetningin um óskeikulleik páfans, sem miðaði að enn meiri klofningi krist- manna en áður. Hvað gerist nú? Verða trúarsetningarnar enn látnar sitja fyrir öllu öðru? Þykir meira vert um orð og siði en líf og breytni? Þá veldur þetta þing einum sárustu von- svikúm sögunnar. Og þá verða orð páfans í setningarræðunni 11 i'i friðinn, aðeins holur hljómur, sem liljóðnar og gleymist túnan stundar. En ef Jóhannesi páfa tekst að láta þingið leiða það í ljós, að rómversk-kaþólskir menn vilja einingu allra kristinna nianna í lífi og starfi, samstillt átök allra kirkjudeilda fyrir friði og frelsi og sönnu bróðerni í veröldinni — þá verður nafn hans blessað meir en nokkurs páfa annars fram á þennan dag. há er hann servus servorum— og getur með miklum rétti kallað sig staðgengil Krists. íslenzkt sjónvarp verður aS koma sem allra fyrst sá a.m.k. í einu dagblaðinu hlakkað yfir því nýlega, að hermannasjónvarpið á Keflavíkurflugvelli mundi senn sjást skýrar í Reykjavík og nágrenni. Ykist og sala sjónvarpstækja. t'að eru engin gleðitíðindi — erlent hersjónvarp verður oss aldrei til andlegra þrifa. Hitt er fagnaðarríkara, að nú kvað vera umiið að íslenzkri sjónvarpsstöð. Hún þarf að koma sem allra fyrst.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.