Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 21

Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 21
KIRKJURITIÐ 403 í gjörningaveðrum aldarfarsins og fá þá til forystu meðal jafnaldra sinna. Vaxandi æskulýðsstarf innan kirkjunnar, þar sem vér liinir fullorðnu erum aðeins hvatamenn og leiðbeinendur, er nú það, sem einna helzt vekur vonir, ekki aðeins um endurlífgun safnaðarlífsins, heldur lieilbrigðara og hamingjuríkara þjóð- líf. Heill þeim, sem styðja að því á einhvern hátt. Kyndugheit Tvenns konar fyrirbrigði vekja mér ósjaldan nokkra furðu. Annað er það, að rekast á menn, sem láta óspart í ljós, að þeir leiti sannleikans af mikilli ástríðu og elski mannúðina af heitu hjarta, en lilakka þó yfir þeim tíðindum, sem þeir telja sig hafa að segja, að kristindómurinn sé að kveðast í kútinn um ífllan lieim. Sumir þessara manna eru þó sjálfir skráðir með- Ihnir kirkjunnar. Ég virði hreina vantrúarmenn, sem eru það að yfirlögðu ráði eftir ítarlegar yfirveganir og halda drengilega og sanngjarn- lega á sínum málstað, eins og t. d. Albert Camus í grein þeirri, ®em birt er hér í lieftinu. En sum slagorð trúleysingjanna eru lítt merk, þótt ýmsir gleypi við þeim eins og fiskur flugu. Mér var ekki alls fyrir löngu bent á grein eftir kunnan norskan rit- l'öfund, þar sem liann undirstrikar fyrri yfirlýsingar um trú- leysi sitt. Þarna er að mestu vel á málum lialdið, þótt stöku hláþræðir liggi í augum uppi og eftirfarandi dærni sé fremur léleg fyndni. Höfundur kveður sér oft berast bréf frá hinum °g þessum, sem vilji leiða hann til trúar. Einn bréfritarinn hafi m. a. spurt á þessa leið: „Ef þér sæjuð bíl á götunni, mund- l)ð þér þá halda að liann hefði smíðað sig sjálfur?“ Rithöf- tmdurinn svarar því á þessa leið: „Nei. En ef ég rækist á Guð a götunni, mundi ég heldur ekki trúa því að liann hefði skapað sig 8jálfur“. Þetta er vindhögg. Guð og bíll er tvennt ósambærilegt. Guðs- hugtakið í hugum kristinna manna útilokar að nokkur maður gæti rekist á guð á götum og gatnamótum. 1 öðru lagi er bíll- mn dæmi lilutar, sem gerður er af andlegri veru. Maðurinn er iorsenda hans. Guð er í liugum þeirra, sem á liann trúa, ein-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.