Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1962, Qupperneq 50

Kirkjuritið - 01.11.1962, Qupperneq 50
ERLENDAR F R É T T I R Deila um guðsþjónustur í sjúkrahúsum hefur staðið yfir í Danmörku. Dr. med. Sören Stanier skýrir m. a. svo frá malinu í blaðagrein: Þegar kvensjúkdómadeild Sönderbrossjúkrahússins tók til starfa haustið 1954 þótti mér sanngjarnt að þar væri og kostur á prestsþjónustu, þar eð um 137 sjúkrarúm og 4000 árleg sjúkdómstilfelli var að ræða. Eg leitaði því til prófastsins sáluga, Egede Schack ,sem óðara tók vel í málið. Stofnuðum við síðau til guðsþjónusta ó hverjum sunnudagi fyrir þá sjúklinga, er höfðu fótavist. Gat og presturinn vitjað þeirra, sem rúmliggjandi voru, svo fremi að þeir æsktu þess. Allir ferlisvistarsjúklingar að kalla sóttu guðsþjónusturnar veit ég, því að ég var þar sjálfur tvo fyrstu sunnudag- ana. Hitt læt ég ósagt, hvort þeir hafa gert það af innri þörf, eða hinu, að þeim hafi þótt þetta nokkur tilbreyting í spitalalífinu. 4—5 vikum síðar en guðsþjónusturnar voru hafnar, fékk ég boð frá Julíus Hansen borgarstjóra um að hætta þeim. Fór ég til fundar við horg- arstjórann á ráðhúsinu og leitaðist við að fá leyfi til að halda þessu áfram, en það tókst ekki. Borgarstjórinn lýsti yfir, að það væri ekki af fjárhags- ástæðum, heldur stefnuskráratriði, að hann vildi ekki láta lialda áfram guðsþjónustunum. Máttum við þó hafa guðsþjónustu á aðfangadagskvöld. Ég skil ekki, að svipta beri það fólk, sem fer ó spitala sakir sjúkleika, réttinum til að hlusla á guðsþjónustur á sunnudögum. Fangarnir í dýfliss- um vorum liafa þennan rétt, og sjúklingarnir greiða líka sín kirkjugjöld. Julius Hansen borgarstjóri lítur hins vegar öðru vísi á málið og liefur tekið ó sig þá áhyrgð, að þeir um það hil 4000 sjúklingar, sem liggja ár- lega á kvennadeild Sönderbrossjúkrahússins fá ekki að lilýða á messu ó sunnudögum. Eru það nú orðnir um 28.000 manns, sem hann hefur svipt þessum rétti. Við lifum í lýðfrjálsu landi og höfum þar ó ofan opinbera þjóðkirkju. Þó getur valdamikill stjórnmálamaður hindrað, sakir andúðar sinnar, kirkjulega starfsemi í sjúkrahúsum voruin, eins og í þessu tilviki í Sönder- hrossjúkrahúsinu". Þess skal getið að horgarstjórinn hirti ekki um að gera atliugasemd við þetta ó sinum líma. En skrif um málið stóðu alllengi í hlöðunum, án nokkurrar endanlegrar útkomu. Kristnir jafna'öarmenn í Danmörku liafa skorað á danska ríkisútvarpið, að hefja morgunhænirnar fyrr að deginum en nú er, þar sem fleira verka- fólk gæti þá ó þær hlýtt. Vilja þeir og sníða þær meira eftir morgunguðs- þjónustum Svía, sem hæði eru fjölbreyttari og lengri en í Danmörku og éins hérlendis, enda afar mikið ó þær hlýtt. KIRKJURITIÐ Tímarit gefiff út af Prestaféiagi íslands. — Kemur út mánaSarlega 10 sinnum á ári. Ritstjóri: Gunnar Árnason. Árgangurinn kostar 70 krónur. Afgreiðslu annast Ingólfur Þorvaldsson. - Sími 20994. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.