Kirkjuritið - 01.11.1962, Side 30

Kirkjuritið - 01.11.1962, Side 30
412 KIRKJURITIÐ þýðingu? Fyrsta altarisgangan liefur líka alltof oft orðið sú síðasta. Það er erfitt fyrir æskuna að þræða kirkjugötuna, aðrar götur eru greiðfærari og fjölfarnari í þessum lieimi, en sé það erfitt að koma til kirkjunnar, þá er það þó enn erfiðara að fara til altaris. Er við því að búast, að æskan leiti til kirkj- unnar og gangi til altaris, ef vér liinir eltlri látum vort sæti vera autt í kirkjunni og við altarisborðið? Vér verðum að stefna að því í kirkju vorri, að altarisganga fari fram, lielzt í hverri liámessu, fjölskyldan komi saman til messunnar og fari saman til altaris. Ég álít það rangt, að foreldrar skilji börn sín eftir lieima, þegar þau fara til kirkju eða í kirkju- bekkjunum, þegar þau annað livort eða bæði ganga til altaris. Leiðir foreldra og barna eiga ekki að þurfa að skilja, þegar að liinni helgustu atböfn guðsþjónustunnar kemur. Börnin eiga að krjúpa við altarisborðið með foreldrum sínum, án þess fyrst í stað að taka þátt í athöfninni að öðru leyti. Börnin ættu samt fljótlega að verða hluttakendur í hinni helgu máltíð ásamt foreldrum sínum, jafnvel fyrir fermingu. „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki“, sagði Kristur. Þessi orð eru lesin yfir skírnarlaug barnanna, en bljóta engu síður að eiga við hlutdeild þeirra í kvöldmáltíðarsakramentinu. Þau liafa ekki verið höfð út undan í frumkristni, þegar söfn- uðurinn braut brauðið í heimahúsum. Þau bafa fengið að ganga inn til gleðinnar lijá Drottni í fylgd með foreldrum sín- um. Það hlýtur að liafa verið litið svo á í frumsöfnuðinum, að börnin ættu einnig hlutdeild í ávextinum af fórn Krists á Gol- gata og gætu því tekið þátt í þeirri máltíð, sem stóð í órofa sambandi við þann atburð. I rómversk-kaþólskri kristni ganga börn til altaris úr því að þau eru 7 ára. Sami háttur tíðkaðist einnig framan af í kirkjum siðbótarlandanna, en brátt varð breyting á þessu. Farið var að leggja meiri áberzlu á þekkingu barnanna og undirbúning þeirra undir liina fyrstu altarisgöngu. Fermingin varð þá skilyrði fyrir því að fá aðgang að altarisborðinu. — Þannig er það yfirleitt enn í dag í flestum lútherskum kirkj- um. 1 systurkirkju vorri í Danmörku hefur þó sú breyting orð- ið á hinum síðustu áratugum, að börnunum er leyft að koma til altaris. Danskur prestur segir eftirfarandi um altarisgöngur þarna í liinni evangelisk-lúthersku kirkju Danmerkur: „Ekki

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.