Kirkjuritið - 01.11.1962, Side 12
KIRKJURITIÐ
394
Eitt ættum við að geta verið sammála um. Leitin að sann-
leikanum er þroskandi. 1 þeirri leit þroskast andi mannsins
við að meta gildi kenninganna. Þessi staðreynd fellur ágæt-
lega við þá trú, að einmitt óvissan, glíman við ráðgátumar,
leitin að sannleikanum, feli í sér þroskaskilyrði mannsandans,
eða hvernig væri það líf, þar sem maðurinn þyrfti ekki að
styðjast við eigin dómgreind? Það, sem við vitum og skiljum
í þessum efnum virðist því falla vel við þá skoðun, að heppi-
legast sé fyrir andlegan þroska manns á þessu stigi, að búa
við ráðgátui og óvissu, að vissu marki. Menn verða sjálfir að
reikna sín dæmi, ef þeir eiga að þroskast og vaxa af þeim.
Það er Ijóst, að almennt em menn hlynntir kirkjunni, viður-
kenna þýðingu hennar fyrir sig og óska lienni góðs. Kirkjan
á líka mikið hlutverk á líðandi stundu. En söfnuðir landsins
mættu gera sér betur ljóst, sumir hverjir, að þar eiga þeir líka
hlutverki að gegna. Þeim er fenginn prestur til fomstu og þjón-
ustu, en þeir eiga að vera með honum í starfi. Vitanlega verða
prestarnir að leita eftir því samstarfi. Vera má, að kirkjan þurfi
í því sambandi að endurskoða starfshætti sína að meira eða
minna leyti. Eu það er nauðsyn almennings að þetta samstarf
takist.
GAMLIR HÚSGANGAR
Varaðu þig á veginum
víða er hann sleypur,
dimrna fer að deginum,
dettur sá, er hleypur.
Þá kalt er úti og kvölda fer,
kati nóttin liótar,
œrnar mínar eru mér
oft til sálubótar.