Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 14

Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 14
396 KIRKJURITIÐ var ólga þeirra ára, ásamt sársaukafullri minningu um tvo, þrjá myrta vini mína, sem hleypti í mig kjarki til að ganga á þann hólm. En það get ég fullvissað yður um, að þrátt fyrir nokkur öfgafull ummæli Francois Mauriac, hef ég ekki til þessa látið af að hugleiða það, sem liann sagði. Og niðurstaða þeirra liug- leiðinga er sú — og ég nefni það til að sýna yður livað ég tel að viðræður trúmanna og trúleysingja geta verið gagnlegar — já, niðurstaðan er sú, að ég lief orðið að játa með sjálfum mér, og játa það nú opinberlega, að varðandi grundvallaratriðin og það, sem við sérstaklega deildum um, þá var það Francois Mauriac, en ekki ég, sem hafði rétt fyrir sér. Að svo mæltu er mér auðveldara að setja fram þriðja og síðasta meginatriði mitt. En það er bæði einfalt og augljóst. Ég mun ekki leitast við að hagga neinu, sem ég lield, né nokkru, sem þér hafið fyrir satt (að svo miklu leyti sem mér er það Ijóst), í þeim tilgangi að komast að einliverri málamiðlun, sem öllum væri geðfelld. Þvert á móti er mér efst í huga, að lieini- urinn þarfnast nú raunsannra viðræðna og að lygar eru jafn andstæðar viðræðum og þögnin sjálf, og þær einar viðræður geta kallast því nafni, þar sem menn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir og segja hug sinn allan. Þetta er sama og að segja, að heimurinn þarfnast í dag kristinna manna, sem reyn- ast kristnir. Hér á dögunum sagði kaþólskur prestur, sem átti orðastað við marxistiskan fyrirlesara í Sorbonne, að hann væri sjálfur prestahatari. Nú — mér geðjast nú engu betur að klerkum, sem eru prestaliatarar en heimspekingum, sem skammast sín fyrir sjálfa sig. Þess vegna skal ég ekki, livað mig snertir, reyna að láta sem ég sé kristinn í návist yðar. Ég hef sömu andstyggðina á hinu illa og þér. En ég el ekki vonir yðar í brjósti og ég mun halda áfram að herja á þessa veröld, þar sem börn verða að þjást og deyja. Hví skyldi ég ekki segja það liér, sem ég lief amiars staðar ritað? Langa lengi á þessum hörmungatímum beið ég þess, að voldug rödd heyrðist frá Róm. Ég, trúleysinginn? Einniitt. Því ég vissi að þá var úti um andann, ef hann ræki ekki upp fyrirlitningarhróp, þegar liann stæði andspænis ofbeldinu. Svo er sagt, að sú rödd liafi gefið liljóð frá sér. En það get ég fullvissað yður um, að ég ásamt milljónum annarra manna,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.