Kirkjuritið - 01.11.1962, Page 11

Kirkjuritið - 01.11.1962, Page 11
KIRKJURITIÐ 393 þarfa, en misjafnar kunna að vera hugmyndir manna um það eða tilfinning þeirra um það, livers þeir þurfi. Hitt liefur kirkj- an aldrei sagt, að þetta ætti að vera okkar eina bæn eða öll okkar bænagjörð. Og hún heldur því fram og það með fullum rétti, að meira sé undir öðru komið. Sannarlega á boðskapur kirkjunnar erindi við okkur í dag. Við skulum ekki gera lítið úr borgaralegum skyldum eða stétt- arlegum dyggðum á neinn liátt. Við skulum heldur ekki gera lítið úr sjálfsbjargarhvöt og sjálfsbjargarskyldu hvers og eins. En við skulum líta á allt þetta af liærri sjónarhól og gera okkur ljóst, að þau verkefni, sem þessar skyldur fela mönn- um að leysa, eru nánast æfingar til undirbúnings annars og meira. Og sízt af öllu megum við láta þá baráttu, sem við heyjum vegna þessarar skyldu verða til þess að ræna okkur góðvild til samferðamannanna, því að ef hún hverfur úr lijarta rnannsins, er það varnarlaust orðið fyrir þeim ormi, sem rænir hann ró og friði og rífur niður innan frá alla lians velferð. Hér er komið að atriði, sem læknavísindin hafa rekið sig a síðustu áratugina. Ef hin kirkjulega lífsskoðun hverfur og trúarlífið er þurrkað út, er andleg heilbrigði og lieilsa manna a valtari fæti en ella. Með þessum hugleiðingum er komið að því, að kirkjulíf eigi að hafa og geti haft jákvæða þýðingu og góð áhrif í lífi manna. I'yrir því kunna einhverjir að segja, að samt sé ekkert sannað með þessu. Eftir sem áður standi það óhaggað, að trúin geti verið einber blekking og menn eigi alls ekki að byggja líf sitt á blekkingu. Þetta er liægt að segja, en þetta sannar lieldur ekki neitt um það, að trúarkenningar kirkjunnar séu óraunhæfar. Ef allt yrði sannað, væri ekki um neina trt'i að ræða. Hver og einn verður að meta sjálfur, hvort honum virðist sterkari rök og íneiri líkur mæla með eða móti kirkjulegri lífsskoðun og kirkjulegri trú. Ef við þurfum endilega að byggja líf okkar á blekkingu, mun mörgum finnast sú blekkingin betri, sem gef- ur okkur styrk til að lifa sem heilbrigðir menn og þar að auki batnandi menn, heldur en hin, sem sviftir okkur því, sem okk- Ur sjálfum og öðrum er fyrir mestu. Það megum við vita, að ekkert liggur fyrir, sem sannar það, að vantrú efnishyggjunn- Ur sé minni blekking en liin kirkjulega lífsskoðun.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.