Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 8
Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli:
Gildi kirkjunnar
Það verður naumast sagt að standi styr um íslenzka kirkju
Lítið er um það að kirkjan verði fyrir beinum, opinberum árás-
um, Jjó að stundum sé lireytt í liana ónotum. Hins eru mörg
dæmi, að kirkjan á ítök í hugum almennings. Það sýnir frjáls
stuðningur við kirkjubyggingar og ýmisleg rækt við gömlu
sóknarkirkjuna m. a.
Þó er það svo, að víða er ráðandi deyfð og tómlæti um kirkju-
leg mál og kirkjulegt starf. Yíða er í raun og veru ekki um
neitt safnaðarlíf að ræða. Það er eins og mönnum finnist að
gagnvart kirkju sinni eigi þeir aðeins að vera þiggjendur og
viðtakendur. Þar sé presturinn eini gjörandinn með aðstoð og
fulltingi söngflokks eftir því, sem á stendur hverju sinni.
Þó er }>að svo, að kirkjulegt starf og kirkjulíf er algjörlega
misheppnað, ef ekki tekst að ná söfnuðinum inn í það, þannig
að bann verði þátttakandi í því, sem er að gerast. Kirkjan er
samfélag fólksins, þar sem hver og einn hefur hlutverki að
gegna, þó að mismunandi sé.
Menningarhlutverk kristinnar kirkju í sögu Islendinga eins
og annarra vestrænna þjóða, orkar ekki tvímælis. Það var
kristnin, sem gerði mönnum eiginlegt að líta á livern einasta
mann sem guðsbarn með óþrjótandi möguleika til Jiroska. Það
var liún sem gaf mönnum meðvitund um skyldur sínar gagO'
vart liverjum einasta samferðamanni. Hún færði út hugsjón
fóstbræðralagsins og gerði liana og skyldur þess almennar.
Á þessum grundvelli kristinnar kirkju er nútíma þjóðfélag
á Vesturlöndum byggt með almennri skattskyldu, almennn
skólaskyldu á opinberan kostnað, víðtækum almennum trygg'
ingum o. s. frv.