Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 7
KIRKJURITIB 389 1 styrkleika hútherskrar kirkju liggur og veikleiki hennar, að samvizkufrelsið getur leitt til sundurþykkju. — Reynum því, bræður, kirkjuþingsmenn, að koma oss saman, svo að ekki verði á það bent, að sundraðar fylkingar kirkjunnar manna verði svo auðveldlega sigraðar, að ekki sé einu sinni lagt til atlögu. Kirkjuþing er að ýmsu leyti ómótuð stofnun enn, og því miður ekki öllum ljóst, að hverju er stefnt. Orð mín, fá og fátækleg, eru til þess ætluð að vekja til umhugsunar og jafn- vel umræðna um það, livað fyrir oss vakir: að gera kirkju Krists í voru landi svo óháða veraldlegu ánauðaroki sem liægt er. í fyrstu lotu verður það vafalaust lítið, sem ávinnst. En stöndum fastir við Guðs orð og látum ekki aftur leggja á oss ánauðarok. Ef vér bítumst og etum liver annan upp, þá gætum þess, að vér tortímumst ekki hver fyrir öðrum. Þar er hættan mesta. Kirkjunnar þjónar, og þar á ég ekki aðeins við prest- ana eina, heldur starfsmenn hennar og trúnaðarmenn alla, gæti þess, að sá, sem vill vera frjáls, verður að vera bundinn °g má ekki láta eigin tilfinningar og skap hlaupa með sig í gönur. Á grundvelli Guðs orðs stendur kirkjan traust. Einn er liennar herra og drottinn. Honum viljuin vér þjóna og láta persónulegan ágreining þoka fvrir þegnskap við kirkju lians. Að vísu er veikleiki vor mikill, bæði einstaklinga og kirkjunn- ar fólks í heild, en með Guðs hjálp mun oss takast að varpa af oss liverju ánauðaroki, sem á oss vill leggjast, utan þess eins, er hann leggur oss á herðar í orði sínu. 1 því orði erurn vér, bræður, kallaðir til frelsis í Jesú nafni. Því skulum vér að lok- um biðja: „Jesú, þín kristni kýs þig nú, kóngur hennar einn heitir þú. Stjórn þín henni svo haldi viS, aS himneskum nái dýrSarfriS“. Amen.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.