Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 40
422
KIRKJURITIÐ
Ef þess er ekki gætt í uppeldi, að báðir vitundarþættirnir liafi
næringu, getur annar vaxið hinum yfir höfuð. Hérlendis hefur
innsæið verið liaft að liornreku vegna vitfirringslegrar dýrk-
unar á greindinni. Árangurinn verður á endanum sá, að hjart-
að verður skammarkrókur og heilinn íshús. Þegar allt er með
felldu, er jafnvægi, greindin hefur þá gát á innsæinu og inn-
sæið á greindinni. Það er ldutverk trúarbragðanna að veita
háðum þáttunum eðlilega lífsnæringu og vera til leiðsagnar um
lögmál heilinda og mannþroska. Það lögmál liefur frá alda
öðli verið nefnt Vegurinn. Innsæið þarf að efla, svo að það
hafi þrótt og glöggskyggni. Þetta er aðeins mögulegt með réttri
þjálfun: með réttum lifnaðarháttum, bæn og lofgjörð.
Auk þessa eiga trúarbrögðin að vera fær um að miðla þeirri
þekkingu, sem gerir greindinni fært að fella skynjanir innsæ-
isins á eðlilegan og rökréttan hátt inn í þá lífslieild, sem er
heilsteyptur maður. Þegar innsæi og greind eyða ekki orku í
innbvrðis deilur, fellur framtaksorkan og viljinn í einn farveg.
Þá þarf ekki framar að drekka sig fullan eða lilaupa gönuskeið,
til þess að forða hjartanu frá að frjósa í hel. Þá bræðir eldur-
inn ísinn og vötn sálarinnar streyma. Þekkingin á því, livernig
þessi þróun gerist, er viðfangsefni vísindanna um Veginn. Þekk-
ingin á Veginum er ekki Vegurinn, en liún vitnar um Veginn.
Sem innsæisvísindi eru þau fræði eldgömul, en sem raunvísindi
vngst allra vísinda. Niðurstöður þeirra ungu vísinda benda ein-
dregið til þess, að gömlu vísindin standist, svo framarlega sem
þau eru rétt skilin. Þess vegna er bilið milli sálvísinda og
efnisvísinda miklu minna en í fljótu bragði virðist. Metin jafn-
ast, þegar það rennur upp fyrir heiminum,, að þau fræði, sem
efnishyggjan hafnaði, eru raunsannari en hún.
Afrek Jungs er fyrst og fremst í því fólgið, að hann rennir
raunvísindalegum stoðum undir hin gömlu sannindi. Það er
sagt, að ekki finnist í heiminum nema fáir menn færir um að
skilja afstæðiskenningu Einsteins. Það þarf afburðamenn til
að skilja afburðamenn. Þess vegna skilja fáir Jung nema að
litlu leyti, en því dýpra sem þeir skilja, því betur vita þeir, að
lögmál mannþroskans, Vegurinn, er grundvallarlögmál mann-
lífsins.
Enn munu líða áratugir, og ekki er ósennilegt, að fleiri stríð
eigi eftir að fara eldi um Jörðina áður en sá sannleikur, sem