Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1962, Qupperneq 46

Kirkjuritið - 01.11.1962, Qupperneq 46
428 KIRKJURITIÐ Hér er eitt sýnishorn um rím- leikni og orðfæri þýðandans: Rennur sleSi um rastir fanna rýkur snær og mjöllin fýkur, út um lönd og úrgar strendur, yfir heiSar, grundir breiSar, bakka, hraun og hlíSaslakka, hrjósturland og brunasanda. Dynur á augu hagl og hrynur, heljargjóstur nœSir brjóstiS. Myndir og skreytingar bókarinn- ar eru eftir Akseli Gallen-Kallela, frægan finnskan málara. Útgáfa þessa heimskunna verks er vissiilega merkisviðburður. GÖMLU LÖGIN VIÐ PASSÍ U SÁLMANA Svo nefnist fjölritað nótnahefti, sem Þorleifur Erlendsson fyrrv. organisti og kennari frá Jarlangs- stöðum hefur gefið út. Lög þessi, sem mér telzt til að liafa megi við 37 Passíusálma, kveðst Þorleifur hafa nuniið í æsku sinni í Borgar- firði á síðasta fjórðungi 19. aldar. Er mjög þakkarvert að hann hefur fest þau á blað og forðað því að þau týndust að öðrum kosti — ineira eða ntinna. Ber og útgáfan glöggt merki áhuga hans og ósér- plægni. En enga hef ég kunnáttu til að ræða verk þetta frekar. SigurSur SigurSsson frá DraflastöSum. ÆVISAGA. Jónas Þorbergsson tók saman og skráði. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1960. Sigurður búnaðarmálastjóri var fæddur og uppalinu í Fnjóskal, þar sem fornar skógarleifar skrýða enn hlíðarnar og fræin berast með vind- inum í allar áttir. Hann varð einn af hinum miklu vormönnum, sífrjór og hugmyndaríkur, alltaf að brjóta einhverjar nýjar leiðir og sá til meiri gróðurs. „Hann fór alltaf fyrst- ur á fætur hvern morgun, fyrir all- ar aldir, sihlaðinn störfum úti og inni, við skólastjórn, hústörf og rit- störf“. Og: „hann var snilldar kenn- ari“, sögðu menn uin störf hans á Hólum. Og um búnaðarmálastjór- ann kveður merkur maður svo að orði: „Við brottför hans frá hverju býli og úr liverri sveit hafði hann með eldmóði sínuin kveikt eld hug- sjóna og framsækni í hjarta hvers hónda, og þannig byggt undirstöðu að hinni miklu framfaraöldu, sem hófst með framkvæmdastjórn lians í ræktunarmálum og búnaði“. Slíkir menn vekja alla á einhvern hátt til liugsunar og dáða. Þeim er gott að kynnast og verða ógleyman- legir. Sigurður var maður örlyndur og gat orðið á, en hann hlaut að vinna sér aðdáun og vináttu. Og þeir, sem þekktu hann bezt, treystu honum mest. Hann vann ættjörð sinni en ekki sjálfum sér á meðan kraftar entust. Jónas skrifar þessa ævisögu af mikilli vandvirkni, hreinskilni og sannleiksást. Hann fjasar ekki uni mikilleik eldhugans, en unir því heldur ekki að varpað sé skugga á skjöld lians að ósekju. Ögn mætti fara styttra yfir sögu, en hér er í heild um mikið heim-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.