Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 18

Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 18
Gunnar Árnason: Pistlar Kirkjan í þéttbýlinu Borgirnar þenjast alls staðar út og vöxtur þeirra skapar fjölmörg vandamál. Kirkjan fer ekki varliluta af þeim. Ný liverfi krefjast aukinnar þjónustu hennar og um það er deilt, livernig inna eigi liana af höndum, svo hún nái til sem flestra og komi að sem beztum notum. Þessi mál eru nú hér á dagskrá vegna væntanlegrar prestafjölgunar í Reykjavík. Sumir vilja halda áfram á þeirri braut, sem farin var 1952 og lögin gera ráð fyrir: að stofnsett verði einmenningsprestaköll og safnaðar- kirkjunum fjölgað að sama skapi. Aðrir halda því fram, að fimm þúsund manna söfnuðir, eða þótt þeir séu nokkru stærri, hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að reisa kirkjur og lialda uppi því safnaðarstarfi, sem nauðsyn beri til. Yerði því að vera minnst tveir prestar um liverja kirkju. Enn aðrir vilja að vísu láta tvo presta liafa afnot sömu kirkjunnar, en skipta söfnuðinum í aðgreind starfssvæði. Víst er, að vér íslendingar höfum að mestu haft einmennings- prestaköll frá upphafi til þessa dags og það hefur gefizt oss vel. Bæði fyrirkomulag prestskosninganna og aukaverka- greiðslnanna byggjast líka á því. Hvoru tveggja verður vafa- laust að breyta, ef taka á upp mörg tvímenningsprestaköll, livað þá ef enn fleiri prestar verða um hituna innan sama prestakallsins. Hví skyldu tíu þúsund manns kjósa prest, sem aðeins helm- ingi þeirra er ætlað að njóta? Og það er mannlegt, að afar misjafnar aukatekjur geti valdið einhverri óánægju og met- ingi milli starfsbræðra, sem eiga að vera jafn réttháir og leggja sig líkt fram við þjónustuna.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.