Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 24
Séra Magnús GuSmundsson á Setbergi: Heimilið, kirkjan og sakramentið (Erindi flutt á sambandsfundi breiSfirzkra kvenna á StaðastatS 30. júní 1962) I Vér erum samankomnir á heimili, sem liefur lokið upp dyr- um sínum fyrir svo mörgum meðlimum annarra lieimila og tekið þeim opnum örmum. Þótt vér gleðjumst allir yfir þess- um samfundum og þökkum gistivináttu, sem oss er auðsýnd hér, þú býr líka undir niðri í hugum vor allra eftirvæntingin og tilhlökkunin yfir því að geta að loknum þessum samfund- um liorfið aftur þangað, sem vér eigum friðsælt athvarf í lieinú þessum á vorum eigin lieimilum. Heimili vor eru mjög ólík. Hvert hefur sín sérkenni, sinn sérstaka blæ, já, jafnvel sína sérstöku angan. Vér höfurn varla meðtekið nokkra gjöf í tím- anlegum efnum, sem er meiri en heimilið, og í vitund vorri er það griðastaður fyrir alla lieimilismenn og á ávallt að vera lieilagur staður. En livernig getur lieimilið orðið slíkur stað- ur? Vissar athafnir álíta margir vera ósamrýmanlegar anda slíks staðar, t. d. vínnautn, illt umtal um aðra, að ekki sé talað um tvírætt eða ósiðlegt tal. Vér vitum, að lieimilismenn mótast óafvitandi af þeim anda, sem þar ríkir. Og börnin taka sér hina eldri til fyrirmyndar og líta á það, sem eðlilegan hlut að haga lífi sínu í samræmi við fullorðna fólkið. Á heimilinu eigum vér að læra að lifa með öðrum og læra að taka tillit til annarra, en það er þó umfram allt ósk vor að læra að lifa þar sem kristnir menn. Hversu gott sem allt hið ytra kann að vera, aðbúnaður og annað, þá vitum vér, að það er ekki það, sem ræður úrslitum um hamingju heimilisins, og eins ma segja, að það séu ekki reglur og fyrirmæli um orð og atliafnir. sem geri lieimilið að heilögum stað. 1 önnum daganna veitist

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.