Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1964, Page 11

Kirkjuritið - 01.01.1964, Page 11
KIRKJURITIÐ 5 gangur lífsins, að menn ali aldur sinn liér á jörð aðeins og ein- göngn til þessara starfa. Okkur lilýtur að vera ætluð hlutdeild í einhverju, sem er meira og varanlegra, einhverju, sem er óháð grassprettu og fiskigöngu, dægurlögum og dýrtíðarþrefi. Þetta viðurkennir innsta vitund vor allra, þegar henni veitist tóm til íhugunar og játninga, þá getur sá, sein snauður er af jarðneskum fjármunum, orðið hinum auðuga jafnsæll. Bónd- anum mun verða um annað liugsað á banasænginni en innstæðu sína í stofnsjóði kaupfélagsins. Og vart mun honum mikil fró- un í tónaflaumi útvarpsins. Engan mun iðra þess að lokum að hafa átt sér hugðarefni, andstæð efnisliyggju, og eytt til þess tíma og jafnvel nokkru fé, að leggja rækt við sinn innra mann. Þar má rækta samúð, skilning og kærleika, sem auka víðsýni og vit, stækka manninn sjálfan og veröld hans“. 1 þessum orðum speglast kristinn lífsskilningur. Kynslóðir koma — kynslóðir fara. Sjá, nú er vor tími —- þinn tími og minn — til að þroska OSS fyrir eilífðina og til að vinna þjóð vorri til heilla í nútíð og framtíð. Jesús sagði: „Lífið er brú, þér eigið að ganga yfir hana, en ekki að byggja hús yð ar á lienni“. Það er í innsta samræmi við vitund vora og vilja. Á hljóðum stundum, þegar hávaðinn nær ekki til að æra oss og glaumurinn á engin tök á að trylla oss, þá finnum vér, að mestu verðmætin eru liafin yfir stund og stað, og að sterkasta þrá vor beinist út yfir tímann til eilífðar- innar. Á stærstu stundunum þekkjum vér öll þegnrétt vorn í ríki Ijóssins. Oss er það fullkunnugt prestunum, að þegar einhver liverfur yfir landamæri lífs og dauða, tímans og eilífðarinnar og liinir nanustu taka að minnast lians og meta Hf lians að verðleikum, eru það ekki þær eigurnar, sem mölur og ryð fær grandað, sem þeir telja honum mest til gildis. Nei, lieldur ævinlega hitt, sem andlegt er: góðvild, umburðarlyndi, trúmennska, sannleiksást, réttlætistilfinning, lireinleiki, hjálpsemi, guðselska. I einu orði sagt: Það sem er góðum Guði að vilja og vér trúum að fylgi sál- unni inn í ríki himnanna — sé liafið yfir tíma og mold. Þá skiljum vér gildi þeirrar bænar, að Drottinn kenni oss að telja daga vora, svo að vér eignumst viturt lijarta.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.