Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1964, Side 23

Kirkjuritið - 01.01.1964, Side 23
KIRKJURITIÐ 17 liátt. Því næst stígur hann á bálköstinn. Þegar logarnir fóru að brenna liann, þá tóku viðstaddir að beiðni lians undir sálminn: «Kom þú liimins ástgjöf æðsta, Andinn belgi, til vor nú. Kom þú, sálna liuggun liæsta, björtun sjálfur uppfyll þú. Kom og eldinn kærleiks sanna, köldum glæð í björtum manna. Kom og allan kristinn lýð, krýn þú blessun ár og síð“. Þannig gekk pré- dikarinn og píslarvotturinn, Leonard Kayser, inn til betra lífs. En siðbótarhreyfingin sótti sífellt á í Austurríki, þrátt fyrir allar slíkar tilraunir til að gera bana að engu. Aðalsmenn í landinu sýndu boðskap siðbótarinnar sérstakan ábuga. I höll- nm þeirra og lierrasetrum voru baldnar evangeliskar guðsþjón- ustur, sem íbúarnir í héruðunum umhverfis böfðu aðgang að. Auk þess voru margir evangeliskir skólar settir á stofn og við þá störfuðu duglegir kennarar. Evangelisku menntaskólarnir stóðu brátt framar gömlu klaustur- og dómkirkjuskólunum í Austurríki, svo að jesúítamunkur einn kvartaði sáran yfir astandinu árið 1558 með þessum orðum: „Yín verður með bverju árinu, sem líður, einna líkust annarri Wittenberg“. Austurríki var nú nærri alevangeliskt. Af hverjum eitt liundr- að íbúum voru níutíu evangeliskir. Þegar Ferdinand keisari 1. lézt 1564, bafði lútherskur siður náð svo miklum tökum í Kárnten og Steiermark, að yngsti sonur lians, Karl, fann aðeins overulegar leifar rómversk kaþólsku kirkjunnar þar. Fram- tíðin virtist blasa við evangeliskum mönnum alveg óvenjulega björt og beillavænleg. En eftir nokkra áratugi var aðstaðan gerbreytt. Árið 1590 dó Karl 2. erkihertogi. Eftirmaður bans var sonur bans, Ferdinand 2., sem með tímanum var orðinn of- stækisfullur stuðningsmaaður rómversku kirkjunnar. Hann bafði svarið Guðs beilögu móður frammi fyrir liáaltarinu í Maríazell dýran eið á þ essa leið: „Heldur ríkja yfir eyðimörk, neyta beldur vatns og brauðs og fara betliferðir með konu og börn og láta brytja líkama minn niður en gera kirkjunni rangt og umbera villutrúarmenn“. Erá aldamótunum 1600 og allt til 1781 voru evangeliskir JOenn í Austurríki ofsóttir meira og minna. Keisaraættin, sem 'ennd er við Habsborg, og rómversk kaþólska kirkjan reyndu n)eð öllum ráðum að leiða þjóðina til rómversks siðar að nýju. argar kirkjur voru eyðilagðar og kirkjugarðar einnig. Marg- lr nsu upp til andmæla gegn aðförum þessum, en án árangurs. 2

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.