Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1964, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.01.1964, Qupperneq 32
26 KIRKJURITIÐ kirkjan er yf'irlýst þjóðkirkja, sem svo að kalla allir kjósa að leljast til, er það (laglegur viðburður að mönnum standi allar leiðir opnar til að svívirða kristindóminn á opinberum vett- vangi. Og þótt börnum séu kennd boðorðin í skólunum, leyfist kvikmyndaliúsum, útvarpi og sjónvarpi að rugla ]>au í ríminu og afvegaleiða þau á marga lund. Því má samt ekki gleyma að allir eiga liér ekki sama blut að máli. Fjöldi æskufólks er hrifinn af kristnum hugsjónum og ótal lieimili, kennarar, æskulýðsleiðtogar og margir fleiri sá binu góða sæði í þjóðlífsakurinn. En betur má, ef duga skal lil að sigrast á Jieirri óáran, sem enn ríkir og voði stendur af. Páfinn brýtnr nýja braut Á öðrum stað í ritinu er skýrt frá Jórsalaför Páls páfa 6. Öll- um er nú Ijóst að við koinu Jóhannesar 23. á páfastól, urðu tímamót í sögu kaþólsku kirkjunnar og vonandi kristninnar allrar. Kirkjan öll er í nýrri sókn eftir nýjum leiðum. Það eru gleðilegustu kristnitíðindi í margar aldir og mesta friðarvon mannkynsins nú og í framtíðinni. Gömul bæn 0, Jesús Kristur, góði frelsari! Þú tókst börnin þér í fang, bl essaðir þau og sagðir, að þeim lieyrði guðsríki til. Æ, taktu mig að þér og blessaðu mig. Hjálpaðu mér að vera gott og lilýðið barn, svo ég bvorki hugsi, tali né gjöri það sem er Ijótt og syndsamlegt. Hjálpa jni mér til að vaxa í náð hjá Guði og mönnum. Gef þú mér skilning og löngun til að læra það sem gott er, löngun til að lesa og beyra þitl lieilaga orð og blýða því með andakt og eplirtekt. Láttu mig muna eftir að biðja þig oft og innilega, svo ég baldi mér stöðuglega við Guð og geti elskað liann og þig af öllu lijarta. Æ, bimneski faðir, vertu faðir minn í Jesú nafni. Yernda þú mig og frelsa þú mig frá öllu illu. Látlu mig ævinlega vera þitt barn, svo ég erfi þitt himneska ríki, sem þú hefur þínum börnum heitið. Bænlieyr það í Jesú nafni. Amen.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.