Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1964, Side 33

Kirkjuritið - 01.01.1964, Side 33
Sé ra Árelíus Nielsson: Hvað gæti lútherska kirkjan lært af hinni katólsku? í vor og sumar urðu nokkur blaðaskrif út af starfsemi systr- anna á Landakoti og í Jófríðarstaðaklaustri, og vakti þetta ymsa til umhugsunar um starf og markmið katólsku kirkjunn- ar yfirleitt, ekki sízt í líknarmálum. Ennfremur liafa nýafstaðin pafaskipti og kirkjuþing vakið til umhugsunar um katólsku kirkjuna. Hef ég oft verið spurður um þetta málefni síðan og saman- burðinn á starfi lútherskra kirkna og katólskra. Og nýlega lief eg lesið ritgerð eftir danskan prest, séra Gerliard Petersen, um þetta efni. H ann hefur kynnt sér mjög ítarlega nútíma starfs- háttu katólsku kirkjunnar, og mættum við liér á landi margt °g mikið af þessum störfum læra og taka til eftirhreytni. Mun ég liér á eftir styðjast að ýmsu leyti við upplýsingar þessa danska starfsbróður, en að öðru leyti sníða þetta efni eftir muuun geðþótla og okkar aðstæðum í íslenzku þjóðkirkjunni, sem mörgum finnst oft liarla aðgerðalílil utan kirkjuveggja og kirkjulegra forma og liefðbundinna atliafna. Eru þær atliuga- senidir því miður oftar en skyldi á rökum reistar. Það ganga margar sögur, og lil er rótgróin trú um gífurlegan auð katólsku kirkjunnar frá uppliafi og allt frain á þennan (kig. Margir lýsa ineð sterkum orðum öllum þeim auðæfum og gullskrauti, sem einkennir kirkju Suðurlanda og Mið-Evrópu, °g mikið er rætt um alla þá fjársjóði, sem faldir eru bak við l*ykka múra Vatikansins í Róm. Sumir fullyrða meira að segja, að Vatikanið standi straum ;,f eÞiahagslegum framkvæmdum Rómarsamningsins. Og það ei sminað, að katólska kirkjan á þann auð, sem er liandhærari °g hreyfanlegri en þeir fjársjóðir sígildra listaverka sem hún geymir bak við sína slagbranda og skrauthlið.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.