Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1964, Síða 38

Kirkjuritið - 01.01.1964, Síða 38
32 KIItKJURITin eiga, drykkjumanna og vændiskvenna, en sú starfsemi er þó í mjög breyttu formi frá því sem liún var í byrjun. Þeir blanda sér nú ekki eins mikiS í fjöldann, koma síðxir fram sem jafningjar og vinir, en fremur sem leiðtogar og fræð- arar. En það eru ekki einungis katólskir prestar, sem liafa vak- ið atbygli á samábyrgð kirkjunnar með fátækum og smáðum. Einnig leikmenn í katólskum löndum liafa með samstarfi og kærleiksþjónustu hversdagslífsins sýnt og sannað sömu stefnu innan kirkjunnar. Sem dæmi má nefna breyfingu eða flokk, sem kallar sig eða kalla mætti á íslenzku: „Litlu systkini Jesú“. Það er regla eða samtök, sem á þá bugsjón æðsta, að æðsta lilutverk krist- innar manneskju sé, að lifa þannig að aðrir finni nálægð Krists í nálægð okkar, aðeins með því að vera til og vinna sín störf meðal fólksins eigum við að útbreiða og opinbera nærveru guð- dómsins. Þess vegna lifa þessir bræður og þessar systur ekki innilokuð eða á afgirtu starfssviði útilokuð frá beiminum bak við klaust- urmúra, lieldur leita starfs á breiðum grundvelli ekki sízt með- al verkalýðsins og erfiðisfólksins. Þessi litlu systkini taka gjarn- an að sér grófustu, leiðinlegustu og óbrjálegustu störfin í þeirri trú, að þá muni Guð vinna sitt starf með þeirra höndum fyrir samstarfsfólkið, kenna því að meta það sem gott og göfugt er. Það má því með sanni segja, að með hverju ári vaxi skiln- ingur katólsku kirkjunnar á böfuðvandamálum nútímans á atomöldinni. Og þetta kom einmitt greinilega fram í starfi og Kfi Jóliannesar páfa 23. Og nýi páfinn hefur blotið lieitið „Vin- ur verkalýðsins“ jafnvel áður en Iiann settist í hásæti Péturs postula. Það er því bæði meðal lágklerka og báklerka sem þessi stefna út til fjöldans hefur náð tökum. Og sennilega er hin fornbelga kirkja þarna á réttri leið, sem vert væri fyrir aðrar kirkjudeildir að gefa fullan gaum að, ekki sízt hinar formföstu, kreddu- bundnu og íhaldssömu, sem liættir til að gleyma „að bókstaf- urinn deyðir, en andinn lífgar“. Kirkjan verður að vera í sam- ræmi við lífsvenjur og lífskraft bvers tíma, annars verður hún eins og ófrjósama fíkjutréð, sem raunar bar liátt með laufskrúði og stofni, en án ávaxta. I þekktu tímariti katólsku, sem heitir Tnformations catliolics

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.