Kirkjuritið - 01.02.1969, Page 12
KIRKJURITIÐ
58
fullum gangi einlivers staðar, kynþáttamisréttið, trúarbragða-
(leilur, — svo að eittlivað sé nefnt. 1 þesum sökum er ekki
ætíð lifað eftir boðskapnum: „Sælir eru friðflytjendur.“ —
Öllum er augljóst, að það er næsta lítið þrekvirki að boða
frið á jörðu í orSi. Hinn er vandinn meiri að vinna að þvi
« borSi.
Ég lield, að einungis sameining liinna góðu afla í heiminuni
— hvar sem þau er að finna — fái orkað því að skapa liið
svokallaða allslierjar friðarríki. En til þess þarf að koma til
mikið umburðarlyndi, kærleikur, frjálslyndi og víðsýni.
Engum er það ljósara en mér, að ég er enginn burðarás 1
trúarefnum. Því er það, að mörgu af því, sem ég segi liér fylgja
miklu frekar spurningamerki en fullyrðingar — eins konar
leit að svari.
Ég hef líka lieyrl talað um að reynt sé stundum að syndga
svolítiS upp á náSina. Og ef til vill er ég á þeirri leið.
Nýverið rakst ég á grein eftir séra Björn 0. Björnsson, þaf
sem hann ræðir um skóla og kirkju. Dæmir liann hvort tveggja
allliart, og er ekki myrkur í máli frekar en endranær. — Þyku"
honum sem livort tveggja, skólinn og kirkjan, séu í of sterk-
um viðjum — reirðum af sérfræðingum — og að livort tveggja
sé á þeirri leið að verða „viðskila við lífið.“
Séra Björn segir m. a. „---það þýðir ekkerl fyrir kirkjuna
að ætla að snúa sig út úr þeirri ábyrgð (sem á lienni hvílirb
|)ví að á meðan liún veltir fyrir sér af stakri nákvæmni
litúrgiskum vandamálum, — þá er heimurinn, sem hún er
stofnuð til að frelsa, hreint og beint á fremstu nöf þess að
fyrirfara sér, en hún sjálf æ einangraðri, sem ekki er að undra,
þar sem hún lilýtur aðallega forsjá teoretiskra sérfræðinga, sein
bora sig æ dýpra og dýpra inn í þröngar holur sérfræða sinna
— trúfræðinnar og litúrgíunnar — og kannske fleiri ámóta
guðfræðigreina — í stað þess að leggja alla orku sína í að
breiSa fáSminn út á móti heiminum, sem hún á að frelsa, en
er að farast.“
Þó að ég vitni aðeins í þessi fáu orð, eru þau — að ég lield
rauði þráðurinn í grein hans.
I orðum séra Björns er þungur áfellisdómur. Ef liann er
fjarri lagi, er auðvitað sjálfsagt að kveða hann niður. En se
hann liins vegar sannur, hlýtur hann að vera áliyggjuefni allra