Kirkjuritið - 01.02.1969, Qupperneq 22
68
KIRKJURITIÐ
þeim mun meira sem okkur finnst til um eigin mikilleik,
vaxi okkur sá, sem okkur liefur skapað enn meira í augum-
Svo fer líka um marga vísindamenn að þeir gerast þeim mun
liógværari sem þeir kafa dýpra í leyndardóm tilverunnar og
sjá hærra til lofts.
Einn af samverkamönnum Alberts Einstein, Banesli Hoff-
mann, hefur ritað um liann grein, sem nefna mætti: MaSiU'-
inn, sem er mér ógleymanlegastur.
Þar segir:
„Þótt Einstein fyndist lvelgisiðir sig engu skipta, og teldist
ekki til neins ákveðins trúfélags, var hann tniaðasti maður,
sem ég hef kynnst. Hann sagði einu sinni við mig: „Hugsjónir
stafa frá Guði,“ og lotningarþunginn, sem hann lagði á orðin,
leyndi því ekki að síðasta orðið var með stórum staf. Þýzka
yfirskriftin á marmarabríkinni yfir aminum í stærðfræðistol-
unni í Princetonliáskóla, er hans vísindalega trnarjátning:
„Guð er hátignar liár, en liann er ekki meinbæginn“. Einstein
skildi þetta á þá lund, að þótt menn kæmust ekki erfiðislaust að
einu eða neinu, gætu þeir verið bjartsýnir: alheimurinn væri
lögbundinn og Guð villti ekki um fyrir okkur með duttlunga-
fullum fjarstæðum og mótsögnum.“
„Gu8sma8iir“
Mér fljúga í bug önnur ummæli. Kunnur sænskur læknisfræði-
prófessor Quensel, skrifaði á sínum tíma í eftirmælum uni
Nathan Söderblom, erkibiskup:
„Hvaðan spratt þessi ómælanlegi innri kraftur, sem var
leyndardómsfyllstur af öllu í eðli hans? Uppsprettulind lians
var sú örugga og lifandi guðstrú, sem Söderblom bar í brjósti-
Iíann bar henni vitni með lífi sínu og ritverkum. Hann ræðir
á vissum stað um „heimagestinn“ sem sé alráður og friðflytj'
andi máttur í innstu hugarfylgsnunum. Kynnin við þennan
„heimagest“ þ. e. Guð, leiða manninn til þess sálarsigurs, sein
mesta auðgi liefur í för með sér. Allt líf lians var boðskapnr
til manna um að leita sálarstyrks og friðar á þessum leiðum . • •
Hann var maður þannig vaxinn, að hjartalag lians og lífern*
opinberaði öðrum mátt og eðli, sem bauð forgengileikaniim
byrginn en fól í sér eilífðina.“
Því má bæta hér við, að þingskörungur í flokki sænskrR