Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1969, Qupperneq 26

Kirkjuritið - 01.02.1969, Qupperneq 26
72 KIRKJUIUTIÐ infju skólamannu mun Nýja testamentinu framvegis verð’a iit- lilutað til 11 ára barna, en ekki 12 ára, svo að liægt sé að nota Jiað einu ári lengur í skólanum. En betur má, ef duga skal. Þennan anda skilnings á nauð- syn fræðslu hinnar uppvaxandi kirkju um liinn rétta veg þarl að glæða miklu almennar, og það getur tekizt. 1 þessari stuttu hugleiðingu um lesefni æskunnar skal að sjálfsögðu minnzt með viðurkenningu á þær kristnifræðibæk- ur, sein ríkið leggur skylduskólunum til. En Jní miður eru miklu færri kennslustundir ætlaðar kristnum fræðum í okkar skólum en á öðrum Norðurlöndum. Norðmenn liafa 2 fastar stundir á viku á stundaskrá á bverju ári í 9 ár, þ. e. 7 ára bekkir og allt til 15 ára, að báðum meðtöldum, 18 vikustund- ir alls gegnum skylduskólann. Við erum aftur á móti með 2 fastar stundir á viku á stundaskrá í 10—13 ára bekkjum, þ. e. í 4 ár, eða 8 vikustundir alls gegnum skylduskólann. Þar að auki gerir námsskráin að vísu ráð fyrir, að kristin fræði fái eitthvert rúm í átthagafræðitímum í 7—8 ára bekkjum. En Jiar þyrfti að vera meira lesmál og annað til að styðjast við. Eftir fermingaraldurinn er lítið um kristin fræði í okkar skólum, mjög ólíkt Jiví, sein gerist lijá frændum okkar og nágrönnum, sem halda fast við kristin fræði í fjiilbreyttri mynd upp gagnfræðaskólann og menntaskólann. Ég þekki raunar eitt dæmi Jiess í gagnfræðaskóla liér á landi — Jiau kunna að vera fleiri —- að ætla kristnum fræðum tvær stundir á viku í liverri deild 4. bekkjar, almennri deild, verzlunardeild og verknáms- deild, og mun liann sízt liafa í hyggju að láta Jiá grein Jioka fyrir nokkurri annarri „ennjiá nauðsynlegri“, eins og það er stundum látið heita. Þegar svo fáum kennsluslundum er varið til kristinna fræða eins og lijá okkur í hinum almenna skylduskóla, og erfitt mun að fá Jieim fjölgað um sinn, skiptir það meginmáli, að seni bezt notist að Jiessum stutta tíma. Kirkjumálaráðuneytið liefur sýnt í verki skilning á nauðsyn þessa máls fyrir bina uppvax- andi kirkju íslands og fyrir almenna menntun bvers og eins. Ráðuneytið fól mér í fyrra og aftur í haust í samráði við Menntamálaráðuneytið að vinna liálft kennarastarf mitt til að- stoðar og framdráttar kristnum fræðum í barnaskólum. Hinn helming kennarastarfs míns vinn ég í kennaraskólanum eins

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.