Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1969, Síða 40

Kirkjuritið - 01.02.1969, Síða 40
BERNHARÐUR GUÐMUNDSSON INGÞÓR INDRIÐASON AÐ INNAN OG UTAN Gu8 og heimurinn. Nú undanfarið liefur mikið verið rœtt og ritað í lieimi guðfræðinnar um „veraldlega trú“ og „dauða Guðs“. Mikið flóð hóka um þessi, eða skyld efni, hefur komið i'it. Frægastar eru þó bækurnar „Honest to God“, eftir John A. T. Robinson og „The Secular City“, eftir Harvey Cox. Þýzku guðfræðingarnir R. Bultmann og D. Bonlioeffer konia einnig hér við sögu. Hið sígilda viðfangsefni guðfræðinnar er að túlka boðskap Bihlíunnar liverri samtíð. Þetta verkefni er ákaflega erfitt á okkar tímum. Kirkja og kristni er viðskila við heiminn og meira en það, á í miklum erfiðleikum að ná nokkru sambandi við liann. Menn spyrja af mikilli alvöru, hvernig megi komasl með hoðskap Krists til nútímans, sem þarf hans svo mjög með. Margir guðfræðingar vilja fara varlega, lialda sig við orða- lag og túlkunarmáta Biblíunnar og þó fremur liefðbundna túlkun kirkjunnar. Þeir segja sem svo, að fólk verði að konia til móts við Krist og boðskap lians í ritningunum og leggja sig eftir innihaldi þeirra. Aðrir eru djarfari og vilja ganga til móts við samtíðina, endursegja og yfirfæra meiningu Biblí- unnar á máli og með hugsunarhætti nútímans. Þeir segja, að ekkert gagni að tala til fólks með orðalagi Biblíunnar, slíkt tal veki engan skilning, liehlur þvert á móti misskilning og sé fagnaðarerindinn til hindrunar. Þeir hinir sömu benda og gjarna á það að líkt sé farið með starfsliætti, uppbyggingu, og kenningarkerfi kirkjunnar, allt sé þetta orðið fagnaðarerindi Krists að fjötri. Yíst eru margir, sem sjá að nýrra átaka er þörf, að nýif starfsliættir geta verið gagnlegir og að kristnir menn verða að vera vakandi og frjóir í túlkun sinni og liugsun. En sain- stundis stöndum við frammi fyrir miklum vanda og mikilh ábvrgð. Hverju á að breyta og hvernig? Hvernig verður boð- skapur Krists túlkaður okkar samtíð, þannig að ekki tapist af eða spillist innilialdið?

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.