Kirkjuritið - 01.11.1969, Síða 8

Kirkjuritið - 01.11.1969, Síða 8
Séra Hreinn Hjartarson: Djáknastarf í þýzku kirkjunni Synoduserindi flult í útvarp 23. júní 1969 Á fyrstu árum kristinnar kirkju var litið svo á, að allt stai'í liennar ætti fyrst ofí fremst að vera fólgið í þjónustu ofí er svo enn í dafj. Má því sefija, að djáknastarf hafi verið innt :d hendi, innan kirkjunnar, frá upphafi starfsemi liennar, þegar liöfð er í lmga merking orðsins diakonos, sem þýðir þjónn- En af orðinu diakonos er íslenzka orðið djákni komið. í fornkirkjunni er liugtakið diokoní notað um sérstakt stai'f eða þjónustu, sem brátt varð nauðsynleg, þegar söfnuðirmr stækkuðu og urðu að stórsöfnuðum, sem erfitt var að hafa yfirsýn yfir. Þessi sérstaka þjónusta, sem falin var djáknun- um, var fyrst og fremst fólgin í umönnun og lijálp við þa innan safnaðarins, sem af einhverjum ástæðum liðu skort eða áttu á annan hátt við neyð að húa. En einnig var starf djákn- anna fólgið í skipulagningu og stjórn safnaðanna. 1 samræmi við þennan skilning voru snemma stofnuð tvo embætti innan kirkjunnar, embætti biskupsins og embaet11 djáknans. Biskupnum var trúað fyrrir sameiginlegri yfirstjorn safnaðarins. Hann bar áhyrgð á öllum gerðum lians, livort sem um andlegar, félagslegar eða stjórnunarlegar atliafnir var ræða. Djáknarnir áttu aftur á móti að vera hjálparmenn hans- Þar að auki voru djáknunum falin ákveðin störf, sem fylgt hafa djáknastarfinu æ síðan. Þeir önnuðust liina fátæku 1 söfnuðinum. Þeir höfðu umsjón með eignum kirkjunnar, vöktu yfir kirkjulegum aga og höfðu eftirlit með hinu trúaða fólki- Þeir höfðu á hendi kennslu fermingarbarna, voru leiðandi 1 liinum ytra gangi guðsþjónustunnar og gegndu ákveðnu hlut- verki í tíðasöng.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.