Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 6
292 KIRKJURITIÐ gengis, svo konunglegra kjara, svo glæstra afreka, væri liam- ingjusöm og þakklát, umfram allt þakklát. Þeir myndu vænta þess, að lofgjörðin og tilbeiðslan og þakkargjörðin ómaði sterk- um og tærum hljómi í musterum, fornum og nýjum. En ekki er allt sem sýnist. Manneskjan er margslungin. Og allir tímar eiga við sitt að etja. Verið gæti, að þeir, sem síðastir manna sáu helluna undir dómkirkjunni, vildu spyrja, þegar þeir færu að athuga nánar mannlífið á vorri stóru tíð: Hefurðu munað eftir undirstöðunni? Hefurðu ekki numið það á allri þinni skólagöngu, að mannlegt líf, mannleg gæfa, sönn og ó- brotgjörn farsæld, byggist á andlegum forsendum, eilífum grunni? Manstu ekki orðin um þann mann, sem byggði og byggði stórt, en grunnurinn var svikinn, liann var sandur, og þess vegna lirundi smíðin lians og það hrun var mikið? Nú eruin vér komnir hingað, langt út fyrir elztu Reykjavík. Hér var liolt, sem reis liátt yfir bæinn fyrrum. Hér lilóðu skólapiltar vörðu á sinni tíð til þess að lialda upp á minningu vörðunnar við Klifið í Skálliolti. Nii er það merki um sam- liengið í sögunni liorfið. En liitt stendur fast, að það voru sömu vörðurnar við veg kynslóðanna, sömu leiðarmerkin. Hefði þjóðin ekki vitað skil á þeim né metið þau neins, liefði hun farið verri för í þeim veðrum, sem liún hreppti. Og bverfi þau sjónuni liennar, verði þau rifin og rótað til hliðar, þá horfir illa um gönguna fram. Nú er stærri varða komin bér, kirkjuturn, sem bcr yfir aðra í binni víðlendu borg. Ekki er honum ætlað samt að lireykja sér yfir neitt. Hann er í eðli sínu auðmjúkur, eins og varða við veg, eins og viti á strönd. Hann getur líka minnt á fingur sei» bendir. Það er spurning í bendingunni: Hvaðan keniur bjálp ? Það er svar í bendingunni: Hjálpin kemur frá Drottni, skap- ara himins og jarðar. Og þegar betur er að gætt, þá letrar þessi fingur í livolfið yfir böfuðborg Islands bænarorðin, sem bless- aður maður bar fram fyrir þjóð sinni, og nýtur liún þess enn og um aldur, að liafa átt bænarfullting lians: Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess eg beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt útbreiði

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.