Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 28
Prestastefna Islands 1970
Stóð 23. til 25. júní Var lnin fjölmenn að vanda. Hófst með
messu í Dómkirkjunni, predikaði séra Pétur Sigurgeirsson,
vígslubiskup, en séra Sigurður Kristjánsson prófastur á Isafirði
og séra Erlendur Sigmundsson, biskupsritari, þjónuðu fyrir
altari.
Fundur synodunnar stóð í safnaðarlieimili Hallgrímskirkju
og liófst með yfirlitsræðu biskups. Eftirtaldir menn fluttu fram-
söguræður um aðalumræðuefni prestastefnunnar, sem var:
KristinfrœSsla í skólum: Ólafur Haukur Ámason, deildar-
stjóri, séra Leó Júlíusson, prófastur á Borg, séra Guðmundur
Þorsteinsson á Hvanneyri og séra Helgi Tryggvason, náms-
stjóri; Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, var viðstaddur að
boði biskups.
Fundarmönnum var skipt í umræðuhópa til að fjalla um mál
þetta og var í lok prestastefnunnar samþykkt ályktun sú, sem
birt er liér í ritinu, og jafnframt kosin fimm manna nefnd til
að vinna að þessum verkefnum og framgangi kristinna mennta
í landinu. Nefndina skipa séra Ingólfur Guðmundsson, séra
Guðmundur Þorsteinsson, dr. Björn Björnsson prófessor, Ól-
afur Haukur Árnason deildarstjóri og Helgi Þorláksson skóla-
stjóri.
Á miðvikudaginn flutti séra Helge Fælm, dr. tbeol. í Osló,
erindi er bann nefndi En visjon om den liturgiske revisjon. Var
það mjög ítarlegt og vandlega samið.
Sent var skeyti til skólastjóramóts að Laugum í Þingeyjar-
sýslu.
Séra Guðmundur Óskar Olafsson flutti Skýrslu Hjálparstofn-
unar kirkjunnar. Séra Jónas GísUison, starfsmaður stofnunar-
innar gerði frekari grein fyrir störfum hennar. All margir
prestar tóku til máls og ræddu um stofnunina frá ýmsum hlið-
um.
Séra Þorgrímur Sigurðsson boðaði, að lagt yrði fyrir næsta