Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 35
KIRKJURITIÐ 321 fræðii og rannsóknir að ræða, og ég mundi segja, kynnið yður lieimildirnar. Hvað snertir tilfinninguna fyrir því að Guð sé °raunverulegur, mundi ég leggja áherzlu á að engum beri að þvinga sig til að trúa á Guð. Mér kemur ekki til lxugar að reyna að sanna yður að Guð sé til, né neyða yður til að játa tfú á hann. Aftur á móti ættuð þér að hugleiða þá hluti er þér vitið æðsta og bezta, þau gildi allífsins, sem yður eru »iest virði. Hugleiðið þau, lifið í samræmi við þau, sýnið þeim lotningarfulla virðingu. Þótt þér kunnið að taka yður ekki 1 munn nafn Guðs í því sambandi, hygg ég, að yður muni búa f*kt í hug og oss trúmönnunum, þegar vér ræðum um Guð.“ I lok samtalsins spurði Frost, hvern erkibiskup ætlaði mestan ftuðsmann, er hann liefði kvnnst og borið liefði trúnni áþreif- ;inlegast vitni. Erkibiskup svaraði: „Ég mundi telja, að ég hefði kynnst úhrifamestu vitnisburðum trúarinnar á prestsárum mínum, nieðal alþýðufólks, sem ég vitjaði í veikindum þess eða öðrum hágindum. Þá rakst maður á fólk, sem sýndi sannarlega að- dáunarvert þrek og ástríki í sjúkleika og þjáningum. Ég verð llð segja að ég lærði þá meira um vegu Guðs af almúgafólki, sem engir vissu deili á, en nokkrum víðkunnum mönnum.“ Manngildi — lífsgildi. ðdlir hafa sínar skoðanir á þessum hlutum. Leggja einlivern 'fóm á menn og málefni. En þeir eru misjafnlega grundaðir margt sem ruglar reikninginn. Ýmsar aðstæður ytri og mnri krefjast endurmats, og vel getur svo farið að vér hrökkv- 11,11 einn daginn upp við þá ónotalegu tilkenningu, að oss liafi ) Pessum efnum farið líkt og óvitanum, sem metur fimmeyr- ^Oginn vegna stærðarinnar meira en gullpeninginn. T'ilefni þessara liugleiðinga var að ég blaðaði í sögu Tolstoys Siríð og friSur á dögunum og veitli athygli hugleiðingum ^ndrésar fursta, þegar liann lá særður á sjúkrabörum í valn- l|m eftir orustuna við Pratz. Napóleon kom þá þeysandi á stri'ðsfáki sínum, sigurglaður og ofmetnaðarfullur. Hann kast- ‘*ði nokkrum orðum á nokkra rússnesku foringjana sem liand- teknir höfðu verið, þ ar á meðal Andrés fursta, en fundum l'eirra hafði áður borið saman. „Hvernig líður yður, frækni Sveinn“, spurði keisarinn.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.