Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 36
322 KIRKJURITIÐ „Þótt Andrés fursti gæti fimm mínútum áður sagt nokkur orð við hermennina, sem báru liann, starði hann nú á keisar- ann án þess að opna munninn. Á þessari stundu fannst lionum allt, sem varðaði Napóleon, svo frámunalega lítilfjörlegt, svo vesöl og ómerkileg varð nú sjálf lietjan mikla fyrir sjóinnu lians, í auvirðilegri metorðagirnd sinni og sigurfögnnði, i samanburði við liinn háa og skíra og vingjarnlega liimin, sem hann hafði séð og lært að meta, að hann gat ekki anzað hon- um. Líkamlegur vanmáttur hans, blóðmissirinn, sársaukinn og nálægð dauðans gáfu sál lians vængi og lyftu honum líkt og í draumi yfir auvirðileik og eymd jarðlífsins. Meðan Andrés fursti starði á keisarann fyrir framan sig, varð lionum liugsað um tilgangsleysi metorðastreytunnar, tómleik lífsins, sem öll- um var ráðgáta, og ennþá meiri tómleik dauðans, sem enginn fékk skilið né skýrt. .... Hermennirnir, sem báru Andrés fursta, liöfðu veitt athygli litlu gullróðunni, sem María furstadóttir hafði liengt um hálsinn á bróður sínum, og tekið hana af honum. En þegar þeir sáu, hve vingjarnlega keisarinn kom fram viö fangann, flýttu þeir sér nú að skila helgitákninu aftur. Þegar Andrés fursti sá allt í einu mjóa gullfestina glóa a brjósti sér, varð honum samstundis liugsað til systur sinnar, er liafði gefið lionum róðuna í einlægri trú á vemdarmatt hennar. „Hve indælt mundi ekki vera“, liugsaði hann, „ef allt væri jafn ljóst og einfalt og það kemur Maríu fyrir sjónir- Hve indælt mundi ekki vera að vita, hvar hjálpar er að vænta hér í heimi og livað bíður manns liinum megin grafar! Hve hamingjusamur og rólegur mundi ég ekki verða, ef ég gæti sagt nú: Drottinn, miskunna þú mér! .... En við livern ætti ég að segja það? Við veru, sem er alls staðar og hvergi“, sagði hann við sjálfan sig, „eða þann Guð, sem María liefur saumað í þennan verndargrip! Ekkert er víst, ekki neitt nema tóm- leikinn í öllu, sem ég skil, og mikilleikur einhvers óskiljan- legs, sem allt liefur í sér fólgið“. Börurnar liéldu áfram. Við hvert fótmál liafði hann við- Jiolslausar kvalir, sótthitinn jókst og liann fékk óráð. Hann sá til skiptis fyrir sér föður sinn, konu sína og systur og son- inn ófædda, og milli þeirra skaut öðm liverju upp í óráðs- draumunum lítilli og óinerkilegri persónu Napóleons, en yfn

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.