Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 20
KIRKJURITIÐ 306 liér fyrir liendi. Þeir voru tveir: Annar sá, að þessir smámunir gufuðu upp, liyrfu með öllu úr höndum kirkjunnar. Veit eg ekki til þess að gagnrýnendur og úrtölumenn hafi komið auga á annað úrræði í þessu sambandi en þetta. Hinn var sá, sem orðinn er, að kirkjan hefði þetta fé til sinna nota og þarfa eftir sem áður og hagnýtti það til eflingar starfi sínu almennt. Þegar um er að ræða þá fækkun á tölu prestsembætta, seni orðin er að nafninu til með gildistöku þessara laga, má ekki gleyma því, að lögin ganga út frá fjölgun presta í mesta þett- býli og lilýtur sú fjölgun að verða framkvæmd næstu árin. Á næstliðnum áratug hefur prestsembætlum fjölgað um átta, sjö ný prestaköll liafa orðið til, og embætti æskulýðsfulltrua hið áttunda. Auk þessa liafa störf verið upp tekin til bráða- brigða og til reynslu, störf, sem einmitt sakir þeirrar reynslu eru nú komin í lög og orðin að embættum. Miðað við þessa fjölgun og við þau nýju embætti, sem lögfest eru skv. lögunum, nemur fækkunin á pappírnum þremur embættum alls, þegar litið er yfir áratuginn 1960—70. Síðastur allra manna skal eg viðurkenna, að eðlilegt sé að föstu starfsliði kirkjunnar fækki, jiegar jtjóðinni f jölgar. En sú fækkun, sem bér liefur orðið, er engin bylting, auk jiess fremur á pappírnuin en í reynd, og bún verður fljótlega unnin upp. Síðari árin hefur, eins og oft hefur verið bent á, endurskoðun sú, sem verið befur á döfinni, verið liemill á nauðsynlegar aðgerðir á þessu sviði, jiar sem mannfjölgun er mest. Nti er sá hemill úr sögunni og lilýtur veruleg fjölgun að verða næstu árin, svo að ákvæði laganna uni bámarksmannfjölda á bvern prest komizt til framkvæmda. 1 v° ný prestaköll eru Jiegar lögfest bér í Reykjavík og bíða jiess, að ráðberra samþykki, að þau séu auglýst. Þeim til viðbotar verða 6 ný prestaköll tímabær í Reykjavík (Kópavogur nieð- talinn) eða eru þegar orðin jiað, og er bér gengið út frá Jieiin mannfjölda, sem þegar er orðinn eða fyrirsjáanlegur alveg a næstunni. Utan Reykjavíkur er fjölgun presta einnig tímabær, svo sem á Akureyri, í Hafnarfirði, í Keflavík. Sjálfsagt gerii-t jtað ekki í einni svipan að koma Jiessu öllu í kring, en vonandi líða ekki mörg ár þar til búið er að vinna upp þær tafir, sein orðið liafa á því, að kirkjan fylgdi mannfjölguninni á mestu þéttbýlissvæðunum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.