Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 11
KIRKJURITIÐ 297 Sr.Sveinn er fæddur 20. maí 1897, lauk guðfræðiprófi í febrúar 1920 og var liaustið 1921 settur sóknarprestur í Kálf- boltsprestakalli og skipaður frá fardögum árið eftir. Því kalli þjónaði liann síðan, alls í 48 ár, en þegar bann varð sjötugur yar það almenn ósk sóknarmanna lians, að liann fengi enn um sinn að sitja í embætti. Hann var settur prófastur í Rangárvalla- prófastsdæmi vorið 1966. Fyrsta áratuginn sat liann í Kálfholli en fluttist síðan í Þykkvabæjarþorp. Fyrri konu sína, Helgu Sigfúsdóttur, missti liann eftir 14 ára sambúð árið 1935 frá 4 börnum þeirra. Síðari kona hans er Dagbjört Gísladóttir og eiga þau 3 dætur. Þeim ljúfa dreng með lilýja hjartað, sr. Sveini Ögmundssyni, þakkar kirkjan, söfnuðir og stéttarbræður, störfin lians og kynnin öll. Vér biðjum þeim hjónum og börnunum blessunar Orottins. Sr. Sigurður Stefánsson sagði lausu vígslubiskupsembætti sínu fcá 1. ágúst eins og ég gat um í synódusskýrslu minni í fyrra. Vér sendum honum bróðurkveðju og biðjum bonum Drottins náðar og friðar í þungbærum veikindum lians. IV. Nýr vígslubiskup — ASrar breytingar Vígslubiskup í Hólastifti forna var kjörinn sr. Pétur Sigur- geirsson, Akureyri, og skipaður frá 1. ágúst. Hann var vígður biskupsvígslu á Hólum 24. ágúst. Vér vottum bonum traust og vinarþel og biðjum honum vaxandi giptu í störfum og lífi. Prestsvígsla var engin á árinu og bættist þannig enginn nýr starfsmaður í prestastétt. En þessara breytinga á skipan em- bætta er að geta: Sr. Lárus Þ. Guðmundsson var skipaður sóknarprestur í Uoltsprestakalli í V.-Isafjarðarprófastsdæmi frá 1. nóvember. Sr. Tómas Sveinsson var skipaður sóknarprestur í Norð- 1 jarðarprestakalli, S.-Múlaprófastsdæmi, frá 1. desember. Sr. Brynjólfur Gíslason var skipaður sóknarprestur í Staf- boltsprestakalli, Mýraprófastsdæmi frá 15. desember. Allir þessir prestar liöfðu áður verið settir í nefndum prestaköllum. Um Kirkjubvolsprestakall í Rangárvallaprófastsdæmi sótti enginn og var sr. Magnús Runólfsson settur sóknarprestur þar Uá 15. september. Hefur kallið verið auglýst að nýju og verður kosið þar innan skamms.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.