Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 14
300 KIRKJURITIÐ Þingið verður lialdið í Frakklandi í sumar og hlýtur að ýmsu leyti að verða með öðrum liætti en áformað liafði verið og undirbúið. Sr. Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup, verður fulltrúi íslenzku kirkjunnar á þinginu. VI. Hjálparstojnun kirkjunnar Prestastefnan í fyrra markaði nokkurt spor með þeirri sam- þykkt sinni, að prestar gengjust undir sjálfboðaskatt, einn hundraðshluta launa sinna, og væri það framlag til aðstoðar í þróunarlöndum. Þessi samþykkt, sem að sjálfsögðu lagði ekki neina lögskyldu á presta, þó að liún befði einróma fylg1 á synódus, var gerð til áréttingar á tvennu. Annars vegar var benni ætlað að styðja þá aðila, sem vinna að því, að íslenzka ríkið leggi fram fé í þróunarsjóð. Er þetta í samræmi við af- stöðu kirkjunnar í öllum löndum og yfirlýstan vilja hennar. Hins vegar var tilgangurinn sá að fylgja með þessum hætti eftir þeim vilja prestastefnunnar að auka verulega aðild ís- lenzku kirkjunnar að alþjóðlegu lijálparstarfi. Til framlialds- aðgerða í því máli var kjörin nefnd og skyldi liún skila tillög- um sínum til kirkjuráðs. Nefndin vann ágætt verk og lét kirkjuráði í té ýtarlega álitsgjörð. Á fundi sínum 9. janúar þessa árs tók kirkjuráð nefndarálitið til meðferðar og lýsti sig í liöfuðdráttum samþykkt þeim sjónarmiðum og tillögum, sem þar komu fram. Gerði kirkjuráð síðan svobljóðandi ályktun: „Kirkjuráð samþykkir, að sett verði á fót hjálparstofnun þjóðkirkjunnar, sem byggð yrði upp og starfrækt með líkum liætti og slíkar stofnanir nágrannakirknanna. Kirkjuráð mælist til þess við synodusnefndina, að liún starfi sem stjómarnefnd þessarar stofnunar fyrst um sinn, eða þar til kirkjuráð befur í samráði við nefndina tillögur fram að leggja um framtíðarskip- an þessara mála. Synodusnefndin varð við þessum tilmælum. Síðar fól kirkju- ráð lienni að velja menn til viðbótar í stjórnarnefnd Hjálpar- stofnunar. Einnig samþykkti það, að sr. Jónas Gíslason yrði ráðinn til bráðabirgða til þess að vera framkvæmdastjóri stofn- unarinnar. Var til skilið af lians hálfu, að liann fengi sig 1 bili ] ausan frá þessu starfi með vorinu, þar sem þjónustutínia lians í Kaupmannahöfn var ekki að fullu lokið.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.