Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 34
320 KIRKJURITIÐ liann liafði haldið. Hann leitaði ráða Fox um málið. Fox svar- aði: „Berðu sverð þitt eins lengi og þér er unnt.“ Nokkrum vikum síðar mættust þeir á förnuin vegi. „Hvar er sverð þitt?“ spurði Fox brosandi. Penn svaraði: ,,Ég bar það eins lengi og mér var unnt.“ Það var ekki af hræðslu eða mannleysi að Fox neitaði að gegna lierþjónustu. Enginn var ósveigjanlegri né óhvikulli en liann á livaða vettvangi sem var. En hann beitti brandi orðs- ins en ekki sverði dauðans. Samúð lians með smælingjununi minnti á bróðurþel heilags Franz. Hann reis gegn öllu rang- læti, en harðist manna liarðast fyrir trúarlegu umburðarlyndi og alheimsfriði. Fox skildi, að hugsanir eru upptök orða og gjörða og að hjartað er sannnefndasta musterið. Hann er ekki úr sögunni. Hann á mikið erindi við öld vora. Dr. Michael Ramsey, erkibiskup í Kantaraborg „sat fyrir svörum“ í amerísku sjónvarpi ekki alls fyrir löngu- Spyrjandinn David Frost æskti að vita hver gæti kallast krist- inn maður. Biskup svaraði því á þessa lund: „Það er maður, sem trúir guðdómleika Krists og tilbiður hann samkvæmt þvx og fylgir jafnframt mannlegu fyrirdæmi lians. Kristinn maður lielgar sig óeigingjörnu kærleikslífi að dæmi Krists. Hann er ekki einstaklingshyggjumaður lieldur líftengdur söfnuðinum, samfélaginu, kristinni kirkju, einn fylgjenda Krists.“ Frost spurði hvað biskupinn ætti við með orðinu guðdóm- leiki. Dr. Ramsey svaraði: „Guðdómleika, sem er verðugur tilbeiðslu. Kriststignun vor er ekki lijáguðadýrkun, því að Jesús er guðdómlegur. Jesús er lífs. Jesús er Drottinn.“ Þá spurði Frost livernig unnt væri að finna til nærveru Krists. Dr. Ramsey svaraði: „Yér skynjum ekki nærveru lians á áþreifanlegan liátt, öllu lieldur sem skyldukvöð. Þegar ver leitumst við að fara að vilja Krists í mestum vanda og erfið- leikum verðum vér varir æðri hjálparmáttar.“ Frost spurði hverju biskup mundi svara ef einhver segði við hann: Ég trúi því blátt áfram ekki að Jesús hafi verið uppi, og því síður að hann liafi verið guðdómlegur, Iiafi liann lifað. Og ég sé engan vott þess að Guð sé til.“ Erkibiskup sagði um það: „Að því er varðar Jesúm Krist er um sagn'

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.