Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 37
KIRK JURITIÐ 323 öllu þessu var livelfingin liáa, sem liafði veitt lionum frið og ^iuggun. Kyrrð og friðsæld heimilislífsins í Lísígori sveif lionum langa stund fyrir sjónum, og liann kenndi þegar fagnaðar yfir samfundunum við ástvini sína, en þá stóð litli Korsíkumaður- uin allt í einu frammi fyrir honum og úr hörðurn, skamm- sýnum augunum, brann fögnuður yfir ógæfu annarra manna, en í kjölfar þessarar sýnar fóru efasemdir og sársauki, og ekkert nema liimininn gaf fyrirlieit um frið“. Stórt hlutverk Aldamótaskáldin brýndu þjóðina að vera samliuga og sam- henta. •— Hér á landi þarf svo margt að hrúa — sagði Hannes Hafstein. '— Vor framtíð erum vér; vort mið er sett; með allra fylgi verður vinnan létt — kvað Einar Benediktsson. Og Matthías hrópaði: Græðum saman mein og mein, metumst ei við grannann, fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan; plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman. Ká vakti það fyrir mönnum að sjálfstæðið yrði ekki endur- heimt og þjóðin rétt úr kútnum, nema einliugur ríkti og fótur styddi fót og hönd hendi. í þann tíð var lítil stéttaskipting í landinu, aðallega bænd- Ur og fámenn en all valdamikil embættismannastétt. Og fá- taektin var fylgikona flestra. _ ^egna fjölgandi atvinnuvega liefur stéttaskiptingin farið Sl'axandi, og með batnandi þjóðarhag kemur æ meira til skipta í þjóðarbúinu. Fyrir það magnast deilur og flokka- 'lraettir. Og efnahagsmálin eru orðin langsamlega efst á Jagskrá.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.