Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 32
318 KIRKJURITIÐ féll á Þingvöllum og hjörtun brunnu, þegar lýst var yfir sjálf- slæði þjóðarinnar. Örlítill vuSauki Umræður prestastefnunnar um Kristinfræðikennslu í skóluni voru vissulega tímabærar. Eins og að hefur verið vikið áður í pistlunum er fáfræði flestra unglinga um kristni og kirkjusögu ótrúleg. Þó ætti það vart að geta verið deiluefni að nokkuð ítarleg þekking á lielztu trúarbrögðum heims, höfuðkenningum þeirra og siðaboðum, lieyri til undirstöðuatriða almennrar menntunar og liafi frá því sögur liófnst og fram á þennan dag verið aðal gróðrarmáttur menningar allra kynslóða. Þjóðkirkj- an væri liðin undir lok liér á landi, ef lang flestir landsmenn teldu ekki að mynd Krists, eins og hún er dregin upp í guð- spjöllunum, sé mest allra mannlífsmynda. Hitt er staðreynd, að kristinfræðikennslan liefur orðið æ meiri liornreka í skólakerfinu í norrænum skólum og víðar undanfarin ár. Til dæmis um það er, að sænskur maðnr sló þvi fram nýlega, að landar hans yrðu orðnir svo vankunnandi i kristnum fræðum um næstu aldamót, að búast mætti við, að þangað kæmu kristnihoðar úr öðrum heimsálfum. Ég er liræddur um — þótt ég óski að það reynist hrakspá — að kirkjunni sækist þungt sá róðurinn að framkvæma álitsgerð prestastefnunnar fullkomlega. En vonandi tekst nefndinui, seni til j iess var kosin, að koinast sem næst marki. Hins er skylt að minnast, að kirkjan má ekki gefa þann liöggstað á sér, að hún vanræki þann þátt kristinfræðslunnar, sem liún hefur alltaf sjálf liaft með höndum; fermingarundir- búninginn. Prestastefnan fjallaði um það mál fyrir fáum áruni. Og þá voru gerðar um það mikilvægar samþykktir, sem ver prestarnir sjálfir liöfum vald til að framkvæma. Nauðsynlegt er líka að gera sér grein fyrir því, að svo getur farið, eins og dæmin sýna annars staðar, að kirkjan þurfi að stórauka kristindómsfræðslu sína — utan skólakerfisins, en i samvinnu við lieimilin og söfnuðina. Og til þess verði leikmenn að koma prestunum til aðstoðar. Hér er aðeins fitjað upp a þessu máli mönnum til umþenkinga. Æskilegt væri að þier leiddu til umræðna. J

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.