Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 33
KIItKJURITIi) 319 Einn af spámönnunum Cfeorge Fox (1624—1691) er livað mestur friðarboði allra alda. Onuir boðunar lians liggur fram á þennan dag í loftinu og spor lians livetja enn marga til að feta slóð hans. Það var vargöld á tímum lians, ekki síður en nú, ómælt þjóðfélagslegt ranglæti, arðrán og þrælkun, bölþrungin stétta- skipting, margs konar ómannúð og spillt kirkja. Flestir leið- togar hennar hneigðari til að drottna á öllum sviðum en að auðsýna umburðarlyndi og mannúð. Fox var skósmíðanemi á unga aldri, en livarf frá þeim lær- dómi tvítugur og lagði upp í leit að lausninni á böli heimsins. Hann komst að jicirri niðurstöðu að jafnvel menntamenn væm ekki allir liugsandi menn, og jirjár væru megin meinsemdir heimsástandsins: Kristnar þjóðir væru næsta ófróðar um krist- wdóminn. Leiðtogarir væru yfirleitt of ófyrirleitnir, og fylgj- endumir of auðsveipir. Og mannkyninu væri að blæða út sakir stöðugra og ómannúðlegra styrjalda. Fox gerðist farandpredikari. Carlyle telur þann viðburð Oiiklu merkari og minnisverðari en orrusturnar við Austerlitz °g Waterloo. Fox var honum ímynd liins frjálsa manns. Lærisveinar Fox kölluðu sig ýmist Börn Ijóssins eða Vina- félagiS. Þeir voru síðar uppnefndir Quakers (Kvekarar, þ. e. Skjálfendur, í tilefni þess að Fox hélt því fram að mönnum kaeri að titra og skjálfa fyrir raust og orði Drottins). Fox hlaut sömu málagjöld og Páll fyrir predikun sína forð- Ulrr, var lirakyrtur og barinn livar sem liann fór. Honum var niisþyrmt á margvíslega vegu, og liann sat mikinn liluta æv- Hina í fangelsum, jiar sem vistin var verri en að vera lifandi gtafinn. Full af ólofti, lús og alls kyns óþverra, og viðurgern- mgurinn ólíkt verri en nokkurt hundsfóður. En ekkert barð- retti vann á honum. Hann var svo sterkbyggður líkamlega, og nndlega stálsleginn. Fox þrumaði gegn styrjöldunum. Hann taldi þær svo and- staeðar hugsunarhætti og predikun Krists sem hugsast gæti. kraeg eru orðaskipti lians við William Penn, frægasta stjórn- inálamann, sem Fox vann á sitt mál. Penn var aðmírálssonur og hreykinn af að bera sverð sitt alla daga. En eftir að liann hallaðist að stefnu Fox tók liann að eList um, að þessi sverðsburður væri eins mikið tignarmerki og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.