Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 16
302 KIRKJUItlTIÐ vík 12. júní síðastliSinn, var m. a. til nmræðu, hvort og á livern liált það félag gæti orðið að liði í Perú. Stjórn hjálparsamtaka kirkjunnar á Norðurlöndum liafði á fundi dagana áður fjallað um þetta mál. Sú hugmynd kom fram og var studd af öllum stjórnarmönnum Fluglijálpar, að félagið skyldi lijóða flugvélar sínar til lijálparstarfs í Perú, ef athugun leiddi í Ijós, að þser væru hentugar í þeim aðstæðum, sem þar eru, og þarlendir aðilar teldu þær geta unnið samhærilegt verk og þær gerðu i Biafra. Yar maður sendur á vettvang til þess að kanna þetta. Þegar hann hafði gert viðvart um niðurstöðu sína var gengið frá þessari ráðstöfun og eru vélarnar nú á förum vestur. Stjórn Perú mun taka við þeim sem gjöf frá kirkjum Norðurlanda. I þessu sambandi vil ég taka tvennt fram: Flughjálp var sett á stofn í því skyni að gegna kalli stundarinnar, bjarga milljón- um manna frá hungurdauða, þegar þeim voru allar bjargir bannaðar aðrar. Flugvélar félagsins voru keyptar í þessu skym, og á þeim tíma, sem þær voru í notkun í björgunarfluginu fra Sao Tomé, gerðu þær mun betur en að borga kaupverð sitt, miðað við kostnað af leiguflugi. Síðan þessu starfi lauk liafa þær ekki liaft hlutverk. Til greina kom að selja þær og verja andvirðinu til hjálparstarfs. En nú bar að verkefni, brýnt og mikið. Þá var um tvennt að velja: Annað livort að skipuleggj3 hjálparflug á vegum lijálparsamtakanna, eða að fela þeim inn* lendum aðilum í Perú, sem hafa með liöndum hjálparstarfið þar, að taka þær og rekstur þeirra í sínar liendur beinlínis- Þessi síðari kostur þótti öllum, sem áttu atkvæði um málio, liinn eðlilegi og rétti, og er ég ekki í vafa um, að svo hafi verið. Ilitt, sem ég vil taka fram, er þetta: 1 kaup og rekstur þess- ara véla höfðu fslendingar ekki lagt eyri. Það voru hinar ríkan kirkjur frændþjóðanna, sem tóku það á sig að öllu leyti. Aðild íslenzkra manna að þessu fyrirtæki var önnur og mikils metin í sjálfu sér. En sú lilið, sem snertir fjármuni tekur af öll tvi- mæli um það, að hér var ekki tekinn hiti frá neinum íslenzk- um munni, né ráðstafað neinu verðmæti, sem til greina koin um það að bæta úr íslenzkum erfiðleikum. Félagið Flughjálp lieldur áfram að vera til. Það er vonandi, að aldrei þurfi á því að halda framar. En ef viðhorf verða einhvers staðar hliðstæð þeim sem leiddu til stofnunar félags-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.