Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ 293 nm landið hér, til heiSurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda. Vér vorum í gamalli kirkju í morgun. Hái turninn hér hneigir henni. Hann lýtur þeirri fortíð, sem vitnar um Drottins iniskunn og trúfesti. Fyrst og fremst er liann lotningarmerki og þakkargjörð vegna eins manns, sem fékk náð til að kunngjöra kraft Guðs til hjálpræðis fy rir fleiri kynslóðum en nokkur ís- lenzkur maður annar. Þá væri Reykjavík ekki höfuðborg, ef liún bæri þess ekki merki á eftirminnilegan liátt, að minning lians er lieilög og arfleifð hans ómetanleg. Kirkja Hallgríms er enn í smíðum, hálfbyggð eða varla það. í*að minnir á verkefnin, hið marga, sem er óunnið, ófullnað. Kirkjan horfir fram og sækir fram. Hún á mikla sögu en meiri Hamtíð. Drottinn hennar hefur ekki lokið smíði sinni. Hann er að verki og hann kallar oss til verka. Þetta hús þarf að komast upp. Þar við liggur þjóðarsæmd. Það er að verða aldarfjórðungur síðan hafizt var lianda. Eftir ^ ár eru þrjár aklir liðnar síðan Hallgrímur dó. Og þá eru 11 ^ldir taldar vera síðan byggð liófst í Reykjavík og þar með á islandi. Vér vonum, að þessi þakkarsveigur vegna þess, sem Hallgrímur gaf, verði þá fullger. Vér vonum, að þjóðin gefi sjálfri sér og kirkjunni sinni þá afmælisgjöf. Hallgrímskirkja er í Reykjavík. Hallgrímur kom að norðan °g hér í kirkj unni hans er þegar komin Guðbrandsstofa. Væri ekki maklegt, að Norðlendingar fengju biskupsstólinn sinn ^ftur þjóðhátíðarárið? Það er önnur afmælisgjöf, sem ég vildi ^jósa þjóð og kirkju til lianda. Síðan kæmi Skáíholt. Árið 1980 eru 900 ár síðan Isleifur dó, °g Gissur settist að stóli tveimur árum síðar, hann, sem gaf kálholt. Það gerðist líka mikill atburður í sögu Skálholts ‘05, þótt hann bæri önnur örlög í skauti en hinir fyrri. öll P°ssi ártöl gefa tilefni til að marka nýtt spor á vegi fram. Senn verður Skálholt fast í sessi sem lífræn orkustöð fyrir kirkjuna bjóðina. Og Hallgrímur, sem kom frá Hólum, fékk uppreisn 1 Skálholti og vígðist þar, verður um aldur öruggur til leið- Sagnar um grunninn, bjargið, sem hin sanna kirkja er byggð á.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.