Kirkjuritið - 01.07.1970, Qupperneq 8

Kirkjuritið - 01.07.1970, Qupperneq 8
294 KIRKJURITIÐ Kirkjurnar tvær, sem vér mætumst í þennan <lag, liafa orðið mér tákn. Kirkjan var og kirkjan er. Hún verður á morgun. Hiín er í smíðum. Það er Drottinn, sem byggir það hús. Klöppin og turninn, undirstaðan, sem Guð liefur lagt, og bendingin upp, grundvöllur eilífs lijálpræðis og hið liinmeska markmið — þetta minna þær á, móðirin og dóttirin, húsin tvö, hið aldna og hið unga, og þetta táknar livort með öðru allt, sem kirkjan er og vill. Mætti sá andi, sem gefinn var Hallgrími, svo að allt, sem hann fékk uppteiknað, sungið, sagt og téð, varð Drottni Jesú til dýrðar og hörnum Islands til ómælanlegrar blessunar, einn- ig gefast oss og vera í verki voru nú og alla tíð. II. SkörS í hópinn Starfsár er kvatt. Á því ári hafa komið skörð í bræðralióp- inn. Aldnir hafa hnigið eftir langan vinnudag í þjónustu kirkj- unnar. En vér áttum einnig á bak að sjá bróður, sem enn var á léttasta skeiði og var sviplega kvaddur hurt frá stórri fjöl- skyldu sinni og miklum verkahring. Sá var sr. Eggert Ólafsson, prestur að Kvennabrekku og prófastur í Dölum. Hann varð hráðkvaddur á lieimili sínu 10. desember. Sr. Eggert Ólafsson var aðeins liðlega fertugur, f. 24. nóv- ember 1926. Hann var fæddur og uppalinn í Reykjavík og eru foreldrar lians hjónin Yilborg Magnúsdóttir og Ólafur Teitsson. Hann lauk guðfræðiprófi vorið 1952 og var 1. águst samsumars settur sóknarprestur í Kvennabrekkuprestakalli og skipaður mánuði síðar. Haustið 1956 varð hann prófastur i Dalaprófastsdæmi. Hann kvæntist 11. október 1948 eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Sigurðardóttur úr Reykjavík. Þau eigu- uðust 8 hörn, sem öll eru á lífi. Það var mikill harmur að spyrja fráfall þessa sviphýra, trausta drengs, sem fyrr og síðar og hvarvetna liafði vakið til- trú og vinarþel. Hann hafði góðar námsgáfur og farsælt uppla£ á alla grein, var þéttvaxinn líkamlega og andlega, karlmenm í lund, lieilsteyptur og lióglátur dómgreindarmaður. Hann sat staðinn að Kvennabrekku með miklum skörungsskap og skip' aði sér framarlega í sveit hinna rómuðu lniliölda í prestastett, enda liafði liann konu sér við lilið, sem um atorku stóð honum jafnfætis og var lionum í öllu frábær stoð. Hann naut fra

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.