Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 30
Gunnar Árnason: Pistlar Tákn Það orkar tvímælis livort sunnudagarnir geta kallast livíldar- dagar lengur, svo nijög sem margur stritast þá við að skemmta sér, að sjálfsögðu með misjöfnum árangri. Helgi þeirra má lieita rokin út í veður og vind. Ég á ekki við livað fáir leggja á sig að fara til kirkju, enda álitið menn- ingarmerki. Mér vakir í liuga sá andblær, sem ég kynntist ungur og fylgdi sunnudögunum nokkuð fram á þessa lieims- styrjaldaöld. Gunnar Gunnarsson lýsir honum meistaralega með myndinni af Beggu gömlu í Leik að stráurn: „Á rúmhelgum dögum sé ég Beggu helzt ekki annars staðar en í eldhúsinu, þar sem liún stendur sótug og úfin, með sultar- dropa og gætir þrennra lilóða með ótal pottum, pönnum og kötlum. Mér finnst það óskiljanlegt að það sé Begga gamla, sem situr þarna fín og uppábúin, í útliti nákvæmlega eins og ég liugsa mér gömlu, góðu drottningarnar í ævintýrum hennar. En á liinn bóginn er það þó áþreifanleg og engan veginn illa þegin sönnun þess, að þau hamskipti, sem eru lienni svo kær söguefni, eigi sér stað í reyndinni. Úr því rúmhelga Begga getur orðið liátíðar-Begga, — liversu miklu fremur getur þa ekki hver blátt áfram og venjuleg ófreskja breytzt í kóngs- dóttur. Begga gamla uppábúin — það er sjón, sem ég lít sólgnum augum lotningar og aðdáunar, hvenær sem færi gefst. Hið stál- gráa silfurkembda liár er sleikt niður um höfuðið og fléttað 1 þykkar, snarar fléttur og endarnir nældir upp undir skottliúf- una. Við húfuna hangir langur, svartur silkiskúfur. Ofan við skúfinn, uppundir húfunni, situr fallega grafinn liólkur úr gylltu silfri. Marglitt slifsi, nælt á peysubarminn, breiðir úr sér í stórri slaufu á brjóstinu, vængir slaufunnar eru festir með títuprjónum, en gamalli, gylltri silfurnælu nælt í hnútinn. Und- ir slaufunni grillir í strykjað brjóst, fannhvítt undir breiðri flauelsbryddingu peysubarmsins. En það, sem stingur mest 1

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.