Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 22
308 KIRKJURITIÐ ár. Hér er aðeins miðað við lágmark og þaö eitt, sem er fyrir- sjáanlegt. IX. Knýjandi, ytri aSgerSir Sá vandi, sem orðinn er í þessu efni og við blasir, gengur mis- jafnt yfir landsliluta, og gilda um það sömu lögmál, meira eða minna ljós og áþreifanleg, og á öðrum sviðum. Prestar liafa liingað til sýnt fyllilega eins mikinn vilja og aðrir menntamenn til þ ess að þjóna landsbyggöinni og fram að þessu liafa þeir ekki valdið áhyggjum í líkingu við þær, sem stafað hafa af læknaskorti. En um hitt verður ekki villzt, að ákveðnar að- gerðir eru óhjákvæmilegar til þess að sporna við því, að víð- lendar byggðir verði mjög afskiptar um prestsþjónustu. Ég nefni tvennt í þessu sambandi, livorugt frumlegt en hvort tveggja það „praeterea censeo“, sem verður ekki of oft endur- lekið, meðan ekki lætur undan. Annað er húsnæSismálin. Fjár- framlög til húsabóta og nýbygginga á prestssetrum hafa lengi verið alltof naum og fyrir neðan margsannaða nauðsyn. En hið nýjasta í þessu máli er þó öðru verra, en það er ráðagerð um leigumála, sem er alger fjarstæða. Þessari skruggu liefur að vísu ekki lostið yfir ennþá og ber að þakka kirkjumálaráðu- neytinu að liafa hrugðið skildi fyrir. Verður að vona, að koniið verði í veg fyrir það, að prestssetur og prestaköll verði í reynd afnumin með þessum liætti. En það er ekkert efamál, að sænn- legur liúsakostur með sanngjörnum kjörum er eitt af frumskil- yrðunum fyrir því, að prestakall fáist skipað. Og þetta snertir ekki aðeins dreifbýlið. Ég lief frá fyrsta fari liaft þá eindregnu skoðun að livert sóknarprestsembætti þurfi að liafa bústaö handa prestinum, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Þeirri skoðun lief ég oft lýst, bæði á prestastefnu og annars staðar, þó að það kæmi til lítils, þegar lögin voru sett um afnám embættisbústaða í þéttbýli. Sú reynsla, sem orðin er liér í Reykjavík, hefur vissu- lega ekki linekkt rökum þessarar skoðunar og munu þau konia æ betur í ljós eftir því sem lengra líður. I því sambandi ma benda á, að í Danmörku er prestaekla. Hún hefur á síðari áruni verið einna tilfinnanlegust í sjálfri Kaupmannahöfn, en þar eru allmörg prestaköll án embættisbústaða, samkvæmt sérstök- um reglum, sem á sínum tíma voru uin það sett á svipuðum forsendum að nokkru leyti og bér liafa verið á oddi bafðar. En

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.