Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 23
KIRKJURITIÐ 309 það eru einmitt þessi köll fyrst og fremst, sem fást ekki skipuð. Þessi mál þarf að endurskoða frá rótum. Ef ríkisvaldið stefn- ir að því að koma af sér ábyrgðinni af framkvæmdum á þessu sviði, sem svo mjög varðar starfsaðstöðu kirkjunnar í landinu, þá verða aðrir aðilar að koma til, söfnuðir og sveitarfélög, og 'ikið að stuðla að því, að þeim geti orðið fjárliagslega kleift að annast þetta. Ég flutti fyrir tveimur árum ályktunartillögu a kirkjuþingi, sem fól það í sér, að söfnuðum væri séð fyrir tekjustofnum, sem gerðu þeim m. a. fært að standa sjálfir Undir prestssetrum. Hafði ég þá sérstaklega í liuga söfnuði í þéttbýli, nánar til tekið á liöfuðborgarsvæðinu, þar sem ljóst var, að hverju stefndi þar á þessu sviði. Þessi hugmynd fékk ekki byr á kirkjuþingi og tók ég tillöguna aftur í það sinn. En að því þarf að vinna, að alltjent binir fjölmennari söfnuðir fái aðstöðu til þess að sjá prestum sínum fyrir bústöðum, e. t. v. nieð aðstoð blutaðeigandi bæjarfélags. Fámennu prestaköllin, seni liafa ekkert bolmagn, verða að njóta fullrar aðstoðar af ríkisins liálfu í þ essu, nema leið verði fundin til slíks fjárfor- væðis kirkjunnar, að hún geti annast þetta að öllu leyti sjálf. ^æri sá kostur beztur. Hitt atriðið, sem ég nefni bér og skiptir ekki minna máli, ei' ferðakostna&ur presta. 1 öllum þorra prestakalla er bifreiða- kostnaður prestsins vegna skyldustarfa í þágu embættisins liár l,lgjaldaliður og mælir öll sanngirni og öll rök gegn því, að nienn verði að standa undir slíkum kostnaði sjálfir af naum- um þurftarlaunum sínum. Verði þetta ekki lagfært hið bráð- asta hlýtur það að koma liart niður sérstaklega á sveitapresta- ^öllunr. Hin innri mótun Hér hefur verið drepið á tvö atriði sem blasa við á yfirborði °S ættu bæði að vera viðráðanleg. En fleira skiptir máli um Hamboð til prestsstarfa en þetta, og aimað er jafnvel ennþá þyngra á metum, þegar alls er gætt. Hvernig er það safnaðarlíf, Sem menn kynnast í uppvexti sínum? Hvaða mynd fá ungir ntenn af kirkjunni, bæði af kynnum við málsvara hennar og merkisbera og af almennu viðliorfi til hennar? Vekja þau ^ynni áhuga á því að leggja liönd að því verki, sem kirkjan vmnur í samtíðinni? Er æskulýðsstarf kirkjunnar sjálfrar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.