Kirkjuritið - 01.06.1971, Side 12

Kirkjuritið - 01.06.1971, Side 12
MARTEINN LÚTHER: Gleð þig Guðs sonar brúð f A uppstigningardag Svo segir Droitinn við herra minn: Sezt þú mér til hœgri handar, þó mun ég leggja óvini þína sem fótskör að fótum þér. Sálm. 110: 1 Það er vegna þess, sem Kristur er á himnum, að hann skal bíða þess, að óvinir hans liggi sem fótskör að fótum hans. Ekki mókir hann þar uppi, heldur vakir hann yfir oss. Hann kœrir sig ekki um staðgengil, heldur framkvœmir alH sjálfur. Þegar því einhver snýr sér til hans, þá verður hann þar hjá honum til að hjálpa honum. Verði einhver fyrir freistingu, þá ákalli hann Krist, og hon- um mun hjálað verða. Allt til efsta dags eru óvinir til staðar. Hold, synd, dauði og aðrir óvinir. En nú ríkir Kristur í hjörtum sinna trúuðu. Hann huggar þá 1 neyð. Hann gjörir þá hreina. Hann biður fyrir þeim. Að lokum skulu allir hans trúuðu ríkja með honum, sem situr við hœgri hönd Guðs. Þá mun hinn síðasti og versti óvinur að engu gjörður. Hér á jörðu er alltaf óánœgja, áhyggjur o<3 ótti, þegar Guð birtir örlítið af reiði sinni. Hver er þá huggun hins kristnO manns? Kristur, œðstiprestur vor, sem gjört hefur fullnœgju fyrir oss og vakit yfir oss og sér, þegar óvinirnir vilja fella oss. Þess vegna ver hann oss fynr óvinunum og biður Föðurinn, að hann sjái fyrir oss. Þegar vér fáum trúað þessU/ svo að samvizkan fœr frið, þá eigum vér öruggan aðgang að Föðurnum þrátt fyrir kvíða. Oss skortir aðeins sjónina til að sjá inn í himininn, sjá að Kristur er og mun vera árnaðarmaður vor. Á hvítasunnuhátíð Þeir urðu allir fullir af Heilögum Anda. Post. 2: 4. Á þessari heilögu og fagnaðarríku hvítasunnu þökkum vér góðum Guði fyr,r hinar miklu og óendanlegu velgjörðir, er hann hefur veitt oss hér á jörðunn1- 10

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.