Kirkjuritið - 01.06.1971, Side 30

Kirkjuritið - 01.06.1971, Side 30
Flateyjarannáll þess, að hann hafi komið út með organum sumarið 1329. Introitus Nú geng ég með öðrum síra Arn- grimi til eins organmeistara í Reykja- vík. [ okkur er svokölluð gálgaglettni eða „galgenhumor", sem stundum kemur í preláta, — ekki að vita nema við hefðum fengizt til að lumbra svo sem eins og á einum ábóta líkt og gamli síra Arngrímur og bróðir Eysteinn gerðu austur í Veri. — Fyrir vikið tók biskup þá raunar ad correctionem, og var bróð- ir Arngrímur settur í tájárn, en bróðir Eysteinn í hálsjárn. — Það skal þó skýrt fram tekið, að því fór mjög fjarri að gangan til organmeistarans vœri einhvers konar aðför eða tiI- rœði, heldur var stofnað til vina- fundar. Þeir síra Arngrímur og organ- meistari hans elskast sem „kjötligir brœður", en hvorugur hefur tamið sér tœpitungu, og því hœfir þeim einnig nokkur „galgenhumor" með hlátrasköllum í bland. Viðtökur, sem við prelátar hljótum þar I Mávahlíð, eru hins vegar slíkar sem konungum hœfa. Fyrir nokkrum árum spurðist, að kominn vœri til Vestmannaeyja ung- ur, þýzkur organisti og kantor. Sá hét Martin Hunger, og fór þegar orð af kunnáttu hans og dugnaði. Hófst þá nýtt blómaskeið tónlistar í Eyjum. Nú er Martin Hunger hins vegar orð- inn organisti við Háteigskirkju í Reykjavík og bíður þess, að sú kirkja eignist orgel við hœfi. Konu hafði hann á burtu úr Eyjum, — þá, er setið hafði orgelbekkinn í Landa- kirkju á undan honum. Hrefna heitir hún og er Oddgeirsdóttir. í föðurtúnum Þá er að greina frá viðrœðum. Mér er að vísu kunnugt, að organmeist- arinn hefur próf og gráður ýmsar, en sakir meðfœddrar norrœnnar forvitni um cettir manna og hagi fer ég að hnýsast eftir „kirkjulegum og músík- ölskum uppruna". Þess verð ég þegar var, að húsbóndanum liggur annað á hjarta fremur en að þylja œvisögu sína. Dökkur á brún og brá með glóð í augum lyftist hann óþreyjufullur í sœtinu. Krókaleiðir eru ekki hans leiðir. Hann þarf ekki að mýkja sig og tvístíga til átakanna eins og ís- lenzkur silakeppur. Af kurteisi Ev- rópumannsins svarar hann þó svo fám orðum sem verða má. Hann er fœddur rétt fyrir síðasta stríð í bœnum Meissen við Elbe, skammt frá Dresden. Þar elst hann upp einnig. Langafi hans var kristni- boði á Grœnlandi. Hann telur sig ekki af tónlistarmönnum kominn, en faðir hans, sem ekki var efnamaður, hafði sjálfur haft löngun til þess í œsku að nema tónlist og lagði þess vegna kapp á, að börn hans œttu kost slíks náms. Martin tók ungur að syngja í barnakór kirkju einnar i Meissen. Við þá kirkju var allmikið tónlistarlíf og komu þar því þekktir kirkjutónlistarmenn við sögu. Síðar stundaði hann sjö ára sérnám í Kirkjutónlistarskólunum í Dresden og Leipzig og hiaut til þess styrk frá Dómkirkjusöfnuðinum í Meissen. Að vísu var sá styrkur œtlaður guðfrœð- 28

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.