Prestafélagsritið - 01.01.1924, Qupperneq 25
Prestafélagsritið.
Hvað er kristindómur?
21
ert annað bætt hann upp eða komið í hans stað. Vér æskj-
um með öðrum orðum vitneskju um, hver sé sú trúarleg
reynsla, er sameiginleg sé öllum kristnum mönnum, einkenni
þá alla jafnt og geri þá að meðlimum einnar og sömu fjöl-
skyldu, hvaða kirkjudeild sem þeir annars tilheyra eða hvaða
trúarstefnu, sem þeir annars fylgja, svo að þeir, þrátt fyrir alt,
sem skilur í tíma og rúmi, í tungu og menningu, í helgisiðum
og hugmyndum, þekkist sín á milli sem bræður. En það
hefir altaf sína þýðingu, að þekkja slík sameinkenni á öllum
kristnum mönnum, ekki sízt þar sem svo stendur á, að mörg-
um góðum kristnum manni hættir til að þrengja hugtakið
»kristinn« á ýmsa vegu. Þegar t. a. m. katólskir menn gera
kirkjuna að meginhugtaki kristindómsins og sambandið við
hana að meginskilmerki þess að vera kristinn, þá er með því
lokað dyrunum fyrir öllum þeim svo sem ekki-kristnum, er
ekki standa í slíku sambandi við hina kaíólsku kirkju og ekki
viðurkenna hana sem eina rétta kirkju Krists. Eða þegar
lúterskir feður vorir á 17. öld gerðu kristindóminn að stór-
feldu kerfi kennisetninga og viðurkenningu sérstakra megin-
kennisetninga að skilmerki þess að vera kristinn, þá var það
líka til að loka dyrunum fyrir fjölda manna mótmælendatrúar,
sem fyrir einhverra hluta sakir gátu ekki viðurkent þessar
kennisetningar, já, leiddi beint til ofsókna af ýmsu tagi. Og
enn í dag verður sömu tilhneigingarinnar allmjög vart innan
kristninnar, og það hjá mönnum, sem að öðru leyti mega
kallast prýði Guðs safnaðar, að þeir þrengja svo þetta hug-
tak kristinn, að margur maðurinn, sem er kristinn af hug og
hjarta, kemst ekki inn undir það, og margur maðurinn, sem
ekkert vildi fremur en teljast til kristinna manna, hann þorir
ekki að telja sig til þeirra.
Til þess nú að greiða úr spurningunni: Hvað er kristin-
dómur? er fyrst af öllu að minnast þess, að hér er um sögu-
lega trú að ræða. Hann birtist þar svo sem hámark trúar-
legrar þróunnar mannkynsins. Hin trúarlega þróun þess hefir
komist það lengst, náð þar hámarki sínu; því í augum kristins
manns er kristindómurinn hin al-fullkomna, algera trú. Þó