Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 4

Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 4
130 SYRPA konu, sem þjónaöi honum, eins og í gömlu vísunni segfir: ,,Á þriðjudagskveld í föstuinngang, þaö er mér í minni, þá á hver að þjóta í fang á þjónustunni sinni“. Hér niegin hafsins hafa íslenzku piltarnir engar þjónustur og engar vinnukonur. Búa flestir einsamlir og óhirtir og líöur illa. Geta þeir því ekki í fang neinnar flogiö, þótt fegnir vildu, og verða aö láta sér lynda, aö Sprengikveldiö komi og fari rétt eins og önnur kveld ársins. Margir af íslenzka þjóðflokknum í borginni höfðu í mörgu að snúast þennan dag. Daglegu störfin voru fyrst á blaði, og svo þurftu margir að skiftast á ósköp litlum smápok- um, sem voru listilega saumaðir úr silki, flaueli og lérefti, eftir efnum og ástæöum hvers og eins. Innan í pokum þessum voru steinar af öll- um tegundum og fór ágæti þeirra eftir ríkidæmi eiganda. Mátti þar sjá steina alt frá smarögöum og ó- pölum niöur í grágrýti og kalkstein. Allur þessi steinasægur tilheyröi karlkyninu, og nældi þaö pokunum meö steinunum í, vanalegast aftan í kvennkynið með títuprjónum úr gulli, silfri, látúni og stáli. Þóttist sá mestur maöurinn, sem flestum pokunum kom af sér. Kvennþjóöin, aftur á móti, fylti sína poka með allskonar tegundum af ösku, alt frá kolaösku*) ofan í vesælustu poplaösku**), sem ekki *) Kolin eru náskyld demantinum aö frœndsemi. Hreint kolefni (Carboni- um C ^*1') finst í þrem myndum: de- mant, grafít og kol. — Sbr. Óorganiska efnafræði. **) Poplar = Ösp er talinn lélegur eldiviður hjá Islendingum í Ameríku. — Sbr. almenningsálitið. er nema aumustu fátæklingum bjóö- andi. Fóru konurnar með sína poka alvegá sama hátt og karlmenn gjöröu, og þótti gaman að. Mynd- aðist af öllu þessu gleöi mikil í hús- um inni. Klúbburinn Helgi magri, hafði auglýst í báöum Winnipegblööun- um íslenzku, að ab kveldi þessa dags ætlaöi hann að halda Fimta Þorrablót Vestur-Íslendinga í Manitoba Hall a Portage Ave. Voru menn því í óöa önn að búa sig undir þetta töfrandi eyfirska miðsvetrarhóf, sem vér íslendingar höklum og sækjum í minningu um átveizlur forfeðranna fræguáfrægð- ar og frelsisöld íslands. Þetta þjóö rækna Þorrablót, sem vefur oss al- íslénkzum örmum, og kemur oss vestur-íslenzkum umrenningum til aö minnast móðurinnar fornu, og vera sannir íslendingar, hvar sem vér förum; — með íslenzka siöi og íslenzka sál. í fjögur ár undanfarin hafði Helgi magri þannig viöhaldið, á dásam- legan hátt, voru íslenzka þjóöerni meÖ miösvetrarsamsætum sínum,og nú átti hið firnta aö byrja, þegar borgarklukkan endaöi áttunda slag áttunda tímans um kveldiö. Utan úr íslenzkum sveitum og nýlendum streymdi fólkiö inn í borg- ina, til að fá aö lifa rétt eina al-ís- lenzka nótt á árinu, eins og sumir þeirra komust aö orði. Þeir, sem áttu vini og vandamenn í borginni, settust að hjá þeim, en hinir uröu aö gjöra sér gistihúsin að góöu. En alstaðar var hugsaö og talað um Þorrablótið, bæöi af þeim, sem ætluöu að blóta og þeim sem ekki vildu blóta. Þorrablót, Þorrablót, Þorrablót!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.