Syrpa - 01.03.1912, Page 21

Syrpa - 01.03.1912, Page 21
ÞORRABLÓT 147 hann veriö og þannigf mun hann lengi verða. Skjólfötin höfðu ekkert af þessu a(5 segja. Þau biöu róleg fram í fatakompunum og þektu lítiö til sorg-ar og gleöi. Þau voru nokk- urskonar útigangsjálkar, sem ekki var hægt að vera án, en var þó ætíö lítill sómi sýndur. Og þegar eig- endurnir klæddu sig í þau, stóö þeim algerlega á sama. Þeirn fanst þau hafa ekkert aö græöa og engu aö tapa, hvort sem þau heldur voru inni í hlýjunni, eöa úti í kuldanum. Yfir borginni hvíldi nætur-himin- inn dimmblár og alstirndur. Töfrandi noröurljós sveifluöu sér leiftrandi fram og aftur og upp og niöur um hvelfinguna, líkt og dreng- ur í rólu heima á Fróni. Stundum sneru þau sér óöfluga hring eftir liring, alveg eins og Vestur-íslend- ingur, eða þau þættust vera komin á Þorrablót og farin að dansa. — Alt í einu hægðu þau svo á sér, unz þau fóru ekki harðara en svo, aö þau rétt sáust bærast áfram, líkt og djúpt-hugsandi íslendingur væri á ferð með höndurnar fyrir aftan bakiö. Svo stukku þau aftur á stað á fljúgandi ferð,beint út í loftiö, rétt eins og þau væru að leika íslenzkan þjóöarfrömuð, sem flýr undan grjót- kasti vanþakklátra samtíöarmanna sinna. Það var eins og guöirnir sjálfir hefðu sent þessi dýrölegu norðurljós, sem svo sjaldan og.ómerkilega sjást í Manitoba, til þess aö Þorrablótið yrði sem íslenzkast. Til þess að himininn — þó ekki vaeri annað — drægi hugi manna norð vestur til Fjallkonunnar fornhelgu þessanótt. Þeir sem horföu svo hátt, að þeir sáu norðurljósin, fyltust lotningu í hjörtum sínum yfir þessum undur- fagra, íslenzka næturhimni Norö- vesturlandsins; — en þó mismun- andi lotningu, eftir mismunandi móttökudýpi hvers og eins. — En þaö voru fæstir sem horfðu svo hátt. Það þykir aldrei gáfumerki hjá ís- lendingum aö stara upp í himininn og þessa nótt höfðu líka flestir um annað að hugsa og á annað að horfa. — Það var svo margs að minnast og margs að sakna af Þorrablótinu. Sporvagnarnir voru fyrir löngu búnir að leggja niður halann og hóglát kyrö ríkti yfir öllu. Eftir gangstéttum og götum gengu næturgestir Þorrablótsins heim til sín. Fram hjá húsum og höllum, kofum og kirkjum. — Fram hjá rafvírastaurunum gráum og hlykkjóttum, köldum og tilfinning- arlausum og renglulegu trjánum, sem þráðu vorið og sólina. En einu sinni,endur fyrir löngu,höfðu gömlu staurarnir gráu þráð sólina og sum- arið líka. Þá vorru þeir feikna stór tré, máttug og mikils virt inn í frum- skógum landsins. Og þá höfðu þau löngun að lifa og njóta lífsins. Þeg- ar vorið kom breiddu þau faðminn á móti því. Teygöu út nýja frjóanga sem brostu móti sólunni og niynd- uöu grænar lauf-fléttur í ótal hringj- um og bogum,semfuglarnir ogsunn- anblærinn sungu og léku við. En svo hafði hin trylda mannshönd komiö inn í ríki þeirra með axir og sagir og önnur morðtól og höggvið og sagað, drepið og eyðilagt. Og nú stóðu þau þarna upp á endann, í líkingu þessara gömlu staura, sem offur siðmenningarinnar, einmana, vonlaus og löngu köld fyrir öllu því sem fram fór í kringum þau. — Þau

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.