Syrpa - 01.03.1912, Side 25
ORUSTAN VIÐ HASTINGS
151
dögum síöar kom liinn voðalegi
gestur Vilhjálmur hertogi af Nor-
mandíi til Englands. Alt lands-
fólkiö kveiö komu hans, því aö hala-
stjarna, er sást voriö á undan
(24.—30. apríl), boöaöi þá hættu,
er vofði yfir Englandi og hinum ný-
kjörna konungi.
Alt,sem laut aö þessari Englands-
för Vilhjálms hertoga haföi gengið
aö óskum, landsmenn í Normandíi
urðu vel viö útboði hans, margir
skárust í lið með honum af næstu
þjóðum,og páfinn sjálfur lagöi bless-
un sína ylír þenna leiöangur. Ef
förinni heföi veriö lieitiö í einhverja
aöra átt en til Englands, mundi hún
efiaust hafa orðiö fyr, en hér var
yfir hafiö að sækja, og á Normandíi
var lítill sem enginn skipastóll. Til
þess að flytja herinm yfir til Eng-
lands þurfti fjölda skipa, og þau
varð hertoginn fyrst og fremst að
útvega sér. Þetta var gjört sum-
arið 1066, og mátti þá einatt heyra
axarhögg í skógum áNormandíiog
hamarshögg í höfnum niðri. Um
þær mundir haföi Haraldur konung-
ur öruggar varnir sunnan á Eng-
land.
Mörg af skipunum voru gefin af
ríkismönnum þjóöarinnar, bæöi and-
legrar og veraldlegrar stéttar, og
þótti Vilhjálmi þær aö vísu góöar,
en sú bezt, er Matthildur kona hans
gaf honum. Það var skip ,,til þess
aö flytja Vilhjálm og hamingjuhans“
yfir hafið; skipið hét ,,Móra“, og í
stafni þess var líkneskja úr gulli,
táknandi ungan mann, er blés í horn
og benti yfir til Englands.
Það fer ýmsum sögum um þaö,
hve mörg skip Vilhjálmur hafi haft,
segja sumir 700, aðrir um 3000, og
hinir þriðju, að þau hafi verið þre-
falt eöa fjórfalt fleiri. Mismunurinn
er eflaust kominn af því, aÖ sumir
hafa taliö öll skip, bæöi smá og
stór, en aðrir að eins stórskipin.
En þessi stórskip voru þó eigi ann-
aö en stórirþilju)ausirbátar,meöeinu
siglutré og einni smákænu. Það er
ljóstaf frásögninni,að skip þessi hafa
einungis verið ætluð til flutninga,
og eigi getað komist til jafns við hin
afarstóru skip, er þeir Sveinn tjúgu-
skegg og Knútur ríki höföu, þegar
þeir herjuöu á England.
Meðan Vilhjálmur bjóst til farar-
innar, hafði hann hugann msðfram
á kirkjulegum málefnum. Hann
sem var verndari dýrðlinganna, hinn
vopnaði trúboðari, er að því var
korninn að fara til Englands til þess
að kenna hinum harðsvíruðu eyjar-
skeggjum betri siðu, hann varð al-
drei fremur en þá, að sýna mönnum
að hann væri trúfastur verndari
kirkjunnar heirna í sínu ríki. í júní
mánuði 1066 veitti hann tveimur
tnönnum ábótadæmi, var annar
þeirra nafnfrægur maöur Bec að
nafni; hann varð ábóti yfir klaustri
hins helga Slefáns, er þá var því
nær fullgjört; seinna varð hann erki-
biskup í Kantaraborg. Sá maður
var gæddur miklu andlegu atgjörfi,
og var hann Vilhjálmi hin mesta
stoð. Þaö er í augum uppi, aö þessi
embættisskipan var mjög hyggileg,
einmitt eins og þá stóð á; forvígis-
menn kirkjunnar uröu, þaö þeir
frekast kunnu, aö vinna eitthvaö
það, er afmáð gæti allar þeirra
syndir. Um þetta leyti var vígt
þrenningar klaustrið við Caen, sem
Matthildur kona Vilhjálms haföi
stofnsett, og þá lét hann vígja til
kirkjunnar þjónustu elztu dóttur