Syrpa - 01.03.1912, Qupperneq 34

Syrpa - 01.03.1912, Qupperneq 34
160 SYRPA ast og hægast uppgöngu, en þar skamt frá og laust viö ásinn er ein- stakur hóll, hár og keilumyndaður, og má þar heita gott vígi, eins og reynslan sýndi. Vígstöövar þær, sem nú voru nefndar, voru einmitt á þeirri leið, er Vilhjálmur varÖ aö fara norður í land. Haraldur haföi sett upp merki sitt upp á háásnum, þar sem honum fer að halla til suöausturs, og þar beið konungur og hans menn átekta Normanna. Það veröur ekki annað ráðiö af sögunum, enaöHar- aldur hati komið og setzt aö á or- ustustaönum á föstudegi, en orust- an vita menn með vissu að hófst morguninn eftir á laugardegi. H vor- irtveggja sendu njósnarmenn frá sér í ýmsar áttir; er og sagt, að þeir, sem Haraldur sendi, hafi fiutt hon- um þá fregn, aö í liði Normanna væru fieiri prestar en liösmenn. Njósnarmenn vissu eigi, aö Nor- menn höfðu þann sið að raka skegg sitt. Haraldur brosti og kvað presta þessa mundu reynast örugga liðs- menn. Það er sagt, að Vilhjálmur hafi litlu áður en orustan tókst leitað um sættir við Harald, þótt hann vissi, að slíkt mundi verða árangurslaust. En hann vildi koma mönnum á þá trú, að hér væri eigi um annað að gjöra, en ágreining milli þeirra tveggja, sín og Haraldar; en erindið var þó reyndar hitt, að hertoginn af Normandíi vildi ná undir sín yfirráð Englandi og hinni ensku þjóð. Hins vegar gat Haraldur eigi gengið að þeim kostum, er Vilhjálmur bauð, og gaf þau andsvör, að hann gæti eigi skilizt við þjóð síria, það yrÖi eitt yfir sig og hana að ganga, hann gæti eigi ráöið yfir kórónu þeirri er þjóöin heföi gefið sér, drottinn yrði að dæma mil'i sín og Vilhjálms. Það ræöur að likindum, að hvorir- tveggja hafi haft viöbúnað sem mest- an undir stórvirki bins komanda dags. IV. Vilhjálmur hertogi var þann dag árla uppi,hlýddi tíöum,nej'tti sakra- mentis og hélt síðan öllu liðinu móti Haraldi og hans mönnum. Talaði hertoginn fyrir liðinu, og sagði meðal annars, að þessa för hefði hann farið til að vitja ríkis á Eng- landi, er hann ætti með öllum rétti, og til að hefna sín á Haraldi, er rofið hefði orð og eiða við sig; að líf manna sinna og sómi ættjarðar- inn"ar væri kominn undir hreysti þeirra og framgöngu; ef þeir biðu ósigur væri öll von úti fyrir þeim, en ef þeir fengju sigur, ættu þeir víst hvorttveggja frægð og fé; nú væri enginn efi á, að þeir mundu sigurinn vinna; guð styrkti þá, sem berðust fyrir réttvísu málefni; eng- in þjóð gæti jafnast við Normenn að hreysti; þeir væru komnir af þeim mönnum, er unnið hefðu Nevstríu undan Frökkum, og kúgað sjálfan Frakka konung til friðar. Ættu þeir að lúta Englendingum, slíkar bleyður sem þeir væru,eraldrei hefðu sér til frægðar unnið í orustum,oröið aö þola ójöfnuö og yfirgang útlendra þjóöa, og aö síöustu hefðu Danir lagt þá undir sig? Sækið hart fram og hlífist eigi viö, sigurinn eigiöþér vísan og orðstír yöar berst um allan heim. Þegar komið var í nánd viö þann stað, þar sem Englendingar sátu, reið einn af njósnarmönnum Vil- hjálms á móti honum, að segja hon-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.