Syrpa - 01.03.1912, Side 37

Syrpa - 01.03.1912, Side 37
ORUSTAN VIÐ HASTINGS 163 en sumir höfðu buklara; spjótin voru eins og hjá Rómverjum, og var þeim skotiö í byrjun orustunnar en gripið til höggvopna,þegar menn gengust að; sumir báru stór sverð, en sumir axir og hjuggu tveim höndum; höfðu axir eigi tíðkazt á Englandi fyrir daga Knúts ríka, en Haraldur Guðinason hafði haldið því vopni mjög fram; og \'arð það síðan aðalvopn hjá Englendingum. Það er eins og sagnariturum Nor- manna rísi hugur við, er þeir minn- ast á það vopn. Exin var í hendi sterkra manna hið geigva-nlegasta vopn, og sagt var, að Haraldur feldi bæði manninn og hestinn til jarðar í einu höggi. En þeim er axir báru og hjuggu tveim höndum, var hins vegar hætta búin af öllum skot- vopnum. Vilhjálmur hertogi hélt öllu liði sínu upp unilir Senlaks-háls þar sem Englendingar sátu. Allan stefndi því liði, sem hann var yfir settur, vestur með hálsinnm. Þar var brekkan minnst, en þar var skamt frá hinn einstaki hóll, er fyrvarnefnd- ur, og þar var sveit manna fyrir til varnar. Þar sem Allan gjörði at- löguna var hinum liðléttustu af Har- aldar mönnum að mæta. Yzt í hægra fylkingararmi sókti Roger af Montgommery fram og Frakkar með honum; þeir áttu að ráða til uppgöngu á hálsinn að austan og norðan. En Vilhjálmur sjálfur og Normandíu-menn með honum tókust á hendur, að sækja beint framan að hálsinum og ganga þar upp, sem Haraldur konungur og kappar hans voru fyrir; var það karlmannlegt erindi. Það var um dagmál er orustan hófst (laugardag 14. okt. 1066). Skorti þá eigi lúðragang og her- blástur upp á hálsinum,og jafnskjótt dundi örfahríðinyfir Vilhjálmsmenn. En áður oruslan tókst reið Taillefer (Þorleifur?) skáld, með leyfi hertog- ans, fram fyrir fylkingar Normantia og kvað svo hátt, að víða heyrðist um herinn, Karlamagnúsar kvæði og Rollants riddara; sverði sínu kastaði hann þrisvar í loft upp og greip það aftur, og er hann hafði gripið það í þriðja sinn, keyrði hann hestinn sporum fram að óvinahern- um lagði spjót í gegnum þann, er fyrir honum varð, og hjó annan banahögg, en að því búnu féll hann fyrir vopnum Englendinga. Þegar skothríðin hafði staðið nokkra stund, gekk hið þungvopn- aða lið Normanna fram til atlögu, var mjög erfitt til aðsóknar, þar sem menn urðu að sækja á brekk- una og ryðja sér veg gegnum marg- faldar girðitigar, en Englendingar létu dynja á þá bæði grjót og skot- vopn, en ef Normenn gengu svo naerri, að þeir kæmu í höggfæri, þá riðu að þeim kylfur, sverð eða axir. gekk svo um hríð, að Normönnum varð lítið ágengt, enda stóðu menn mjög ójafnt að vígi. Heróp Nor- manna var: Guð veri með oss! Englendingar æptu: út, út! hvenær sem einhver af óvinum þeirra komst upp á girðingarnar. Þegar Vil- hjálmur sá,að fótgöngulið vann ekki á, sendi hann riddaraliðið fram, en þó það væri orðlagt víða um lönd fyrir hreysti, og ein fylkingin getði áhlaup eftir aðra, fór alt á sömu leið. Englendingar stóðu fastir fyrir enn sem áður og hopaði eng- inn maður á hæl. Skjaldborg þeirra stóð óbrotin eins og áður, og drek- inn frá Vessex blakti eins og áður á merkisstönginni upp á Senlakshálsi.

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.