Syrpa - 01.03.1912, Page 42

Syrpa - 01.03.1912, Page 42
168 SYRPA oss haföi verið feng-iö. Við villt- umst á leiðinni í kolniðamyrkri og vissum ekkert hvað við fórum. Við tólcum til að hraða oss, því hríð var á og frost tók að herða. Það þótt- umst við vita að dagar vorir væru taldir, ef við 1 entum inn fyrir varð- línur Rússa. í þessum svifum kom- um vér á götu sem lá út á kornekru nokkra og sáum eld blakta dauflega á lengdar. Hvað var það? Við gátum ekki skorið úr því, og því sendi eg, því eg var fyrir sveitinni, mann af stað til að vita.um livað það væri. Hann kom skjótt aftur og sagði það væri þrír Rússar að kveikja sér bál í makindum og taka sér máltíð. Við hugðumst að taka þá og hafa af þeim sagnir um ráða- gerðir fjandmannanna, og því laum- uðumst við, eg og fjórir aðrir af sveit vorri, að þeim. Gegnum kornstengurnar gátum við virt þá fyrir okkur. Þeir voru miklir vexti og vitaskuld kafloðnir í framan af skeggi. Eg rann fyrstur á þá, af því eg kunni dálítið í rússnesku. ,,And- skotarnir ykkar“, grenjaði eg eins hátt og eg gat, og þreif um leið aftan í hálsmálið á einum þeirra, sem sýndist vera fyrir hinum. Hann spratt upp og við tókumst á. Það urðu ekki miklar sviftingar, eg varp honum til jarðar; sex feta langur búkur hans hlunkaðist niðureinsog hrísgrjóna sekkur. Eg ofan á hann og hélt honum niðri. Hinir voru enn að fljúgast á. Þá reið skot af allt í einu. Eg kallaði til manna minna: ,,Drepið þá ekki. Takið þá til fanga“. En skotið var ekki frá okkur. Einn Rússinn, sem flog- izt hafði á við einn af vorum mönn- um, hafði skotið þann, sem hafði handtekið hann. í slíkum kring- umstæðum er ekki um neina vægð að tala. ,,Drepum hann, drepum hann“, æptuni við og hann var óð- ara lagður í gegn með byssusting. Hinir tveir gugnuðu við þetta og báðu sér griða á knjánum. ,,Við skulum gefa ykkur grið“, sögðum við, ,,en gáið þess að gegna því, sem ykkur er sagt“, og um leið rákum við þeim óþyrmilega pústra til þess að treysta auðsveipni þeirra og tókum vopn af þeim. Félagi vor var særður miklu sári i brjóstið. Eg mælti til hans. ,,Vertu eklci hnugginn, Sugita, þó heíir sýnt þig vaskan dreng, og sá hefir bætt með lífi sínu sem skaut þig, en hinir eru teknir til fanga. Sugita reis með herkjum við, studdist á olnboga sinn og stundi upp þessum orðum: ,,Þakka þér fyrir orð þín, sveitar- foringi. Mínir dagar eru taldir, en eg hefi ekki til einskis lifað, eg hefi látiðlífiðfyrirættjörðmína. Lifi keis- araveldið Dai-Nippon. Síðustu orð hans gátum við varla numið. Höf- uð hans hneig niður með brosvipri óljósu um varirnar og hann valt út af dauður. Annar fanginn sætti þessu lagi, á meðan við vorum að sinna Stigitu, til að reyna að kom- ast undan. Eg hljóp á eftir honum sem fætur toguðu, og náði í hann, þá beit hann mig í höndina í ofboð- inu að slíta sig af mér. Eg fann ekki frekar til í svipinn heldur en það hefði verið títuprjónssting- ur; en seinna þegar eg fékk tóni til að skoða höpdina, þá sá eg að litli fingurinn var,bitinn alveg af. Eg lét binda um höndina til bráða- birgðar, við létum fangann bera lík Sugitu á baki sér og hurfum svo aftur til sveitunga vorra. Við feng-

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.