Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 43

Syrpa - 01.03.1912, Blaðsíða 43
SAGAN AF FINGURLÁTINU 169 um seinna aö vita aö annar fang- anna vœri liðsforing-i og aö hann heföi sagt alt sem hann vissi og lát- iö af hendi hvert heimulegt skjal, sem hann haiöi í fórum sínum, til þess að fá að halda lííitiu. Vita- skuld, kom þ;iö sér alt í góöar þarfir fyrir hernaðar tilhögun vora. Eg hlaut opinbera heiðursviður- kenning.u fyrir rnína litilfjörlegu frammistöðu. Þegar friður var á kominn og keisarans her hélt aftur sigri hrósandi heim, þá þóknaðist keisaranum að sæma mig, hans auvirðilegan þjón,með heiðursmerki Gullna Drekans. Taki þaö enginn svo að eg sé að grobba, en fádæma lán er það að litli fingurinn minn skuli hafa unnið föðurlandinu gagn og reiðubúinn er eg til að leggja lífið í sölurnar fyrir það hvenærsetu er, þó mér, því miður, hafi enn ekki hlotnazt það hlutskifti. Mér verður ósjálfrátt að hugsa til Sugitu, í hvert sinn sem eg lít litla fingurs stúfinn á höndinni á mér, og að eg sé á lífi heill lteilsu. Hann lést með bros á vörum sér og and- látssvipur hans stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum. Þegar við rannsökuðum plögg hans, þá fund- um við í vasa hans hinstu lcveðju hans til móður sinnar og hárlokk af honum til hennar, hvorttveggja flekkað af hans eigin blóði. Enginn veit hvenær hann gekk frá þessum hluturn, en við getum séð af þeim hversu vel hann var undir hið versta búinn. Eg held eg muni bréfið hans nokkurn veginn eins og hann skrifaði það; ,,Að hverfa eins og dropi daggar á orustuvellinum, er vitaskuld það, sem hver hermaður má búast við. Eldri bróðir minn féll með sóma í Chinchou í Kínverjastríðinu. Falli eg nú í þessum ófriði, þá berum við, bræður báðir, beinin á erlendri storð og finnumst aftur hinumegin eftir 10 ára skilnað. Því önd mín mun geymastí Vasukuni-musteri, í sam- samfélagi við þá, sem láta líf sitt fyrir föðurlandið, og aðra ættlands- vini, þótt beinin svini í veðri og vindum og þarmun hún halda vernd ósýnilega }’(ir keisara vorum og yfir þér, móðir kær. Daprir verða dagarnir sem þú átt eftir að lifa ein eftir meðsystur minnj,en reyndu áð bera þig vel og huggaðu þig við það, að þetta er alt til góðs fyrir föð- urlandið. Hafðu gát ásystur minni, 0-Matsu,móðir mín,og þú,0-Matsu leggðu alla þá rækt, sem þú átt til í eigu þinni við hana móður okkar til að gera henni dagana geðfelda. Enga á hún aðra að en þig til að gleðja hana og nú verður þú að ganga henni í minn stað líka. Kæra systir.muudu það líka að leiðaaldrei vanvirðu yfir þig eða nafnið okkar“. Öllum fanst rnikið til um þá karl- mensku lund, sem Lýsti sér hjá Su- gitu, bæði liðsforingjum og sveit- ungum hans og allir heiðruðu útför hans með návist sinni til að votta sorg sína. Eg liefi óvart lent út úr sögunni um litla fingur minn inn í hetjusögu, en þegar öllu er á botninn hvolft þá er svo náið samband milli fingur míns og mannsins, að það er ekki hægt að skilja þá. Fingurinn er minst umvert, en Sugitu syrgi eg alla daga. Ef allir Japanar hefðu annað eins táp og Sugita, þá mundi alt gengi hafa, sem þeir vildu fram hafa. Heiðarlegir bændur í blóm- legum búum, skörungar í iðnaði og verzlun,og vammalausir höfðingjar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.